Fiskifréttir - 29.09.2006, Blaðsíða 6
6
FRÉTTIR
Kvíaeldi í Eyjafirði.
Eldisfiskar:
Eru 43% af
fiskneyslu
í heiminum
- samkvæmt nýrri skýrslu FAO
I nýrri skýrslu FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna, segir að 43% af öllum fiski í heiminum til
manneldis komi úr eldi og að sú tala eigi eftir að hækka enn meira
í framtíðinni.
Eftirspurn eftir fiski hefur
aukist mikið hjá efnaðri þjóðum
heims og hefur henni verið mætt
með auknu eldi. Eldisfiskur var
um 8% af heildarfískneyslu
mannkyns árið 1980 en í dag er
hann 43%. í skýrslu FAO (The
State of World Aquaculture
2006) segir að heildafiskveiðar
í heiminum séu um 95 milljónir
tonna á ári og að þar af fari 60
milljónin tonna til manneldis.
Ekki er talið að villtir stofnar
þoli aukna sókn.
FAO telur að af um 600 teg-
undum fiska sem fylgst er með
reglulega séu 52% fullnýttar, 25%
eru ofnýttar, 20% eru hæfilega
nýttar og 3% vannýttar. Af þeim
25% tegunda sem teljast ofnýtt-
ar telst vera stunduð rányrkja
á 17% tegundanna, gengið er á
stofna 7% þeirra en aðeins 1%
tegundanna telst vera að jafna
sig eftir ofveiðar.
Talið er að eftirspum eftir fiski
eigi eftir að aukast um 40 millj-
ónir tonna til ársins 2030 og að
eina leiðin til að mæta henni sé
að auka fiskeldi. I skýrslunni eru
sögð ýmis vandkvæði því fylgj-
andi. Talað er um fjárskort fram-
leiðanda í fátækum löndum, skort
á landrými og fersku vatni til
framleiðslunnar, hækkandi orku-
verð, óæskileg umhverfisáhrif í
tengslum við fiskeldi og hugs-
anlegan skort á fóðri fyrir eldið.
Danmörk:
Aukin
fiskneysla
Nýlokið er í Danmörku markaðsátaki um aukna fiskneyslu.
Yfirskrift átaksins var „tvisvar í viku‘'. Kannanir í kjölfar markaðs-
átaksins sýna að þekking neytenda á fiski eykst stöðugt, jafnframt
því sem fiskneysla eykst.
Þetta kemur fram á vef
Landssambands smábátaeig-
enda. Þar segir einnig að athygli
veki að neysluvenjur hafi breyst
með átakinu. í fiskbúðunum
jókst veltan um 17% á meðan
á átakinu stóð, auk þess varð
marktæk söluaukning hjá fleiri
verslanakeðjum. Nýjustu tölur
frá dönsku Hagstofunni benda
til aukinnar veltu sem nemur allt
að 30% á fyrri helmingi ársins
2006 hjá fiskbúðunum
Það var Upplýsingadeild
fiskframleiðenda sem gekkst
fyrir markaðsátakinu. Haft er
eftir Lone Marie Eriksen hjá
Upplýsingadeildinni að eðlilegt
sé að átakið hafi til að byrja með
skilað sér best í sérverslunum
þar sem þekkingin er mest.
Viðskiptahópur sérverslananna
er meðvitaður um hollustu og
gæði og er sá hópur sem borðar
mestan fisk. En nú lítur einnig
út fyrir að átakið sé að skila
árangri út í verslanakeðjurnar,
salan væri til vitnis um það.
FISKIFRÉTTIR 29. september 2006 FISKIFRETTIR 29. september 2006
FISKELDI Texti: VH Myndir: Jón Skúli Skúlason
Sandhverfa eftirsóttur fiskur á markaði í Evrópu
- segir Benedikt Kristjánsson, stöóvarstjóri hjá Silfurstjörnunni í Öxarfirði
Árið 1991 var gerð tilraun
með að safna sandhverfu seni
veiddist sem flökkufiskur á mið-
unum hér við land með hjálp
sjómanna og í framhaldi af
því hófst tilraunaeldi á vegum
Hafrannsóknastofnunar. I dag
eru framleidd seiði af sand-
hverfu hjá Tilraunaeldisstöð
Hafrannsóknastofnunarinnar á
Stað við Grindavík sem fara til
áframeldis hjá Silfurstjörnunni
hf. í Öxarfirði. Benedikt
Kristjánsson, stöðvarstjóri hjá
Silfurstjörnunni, segir í samtali
við Fiskifréttir að gott verð fáist
fyrir afurðirnar enda sé sand-
hverfa dýr fiskur á markaði í
Evrópu.
Benedikt segir að Silfurstjarnan
hafi verið starfrækt frá 1988. „Til
að byrja með vorum við með lax
og bleikju í eldi en í seinni tíð
höfum við verið að færa okkur
yfir í dýrari tegundir eins og lúðu,
sandhverfu og bleikju. Verð á
laxi hefur verið mjög óstöðugt
allt frá árinu 1997 og rekja rná
upphaf sandhverfueldisins árið
2000 til viðbragða við því. Við
sáum fljótlega að við yrðum ekki
samkeppnishæfir um verð á laxi
úr sjókvíaeldi og ákváðum því að
prófa eitthvað. nýtt. Við gerðum
tilraun með eldi á sandhverfu og
hún tókst vel og eldið hefur vaxið
jafnt og þétt,” segir Benedikt.
Framleiða um 80 tonn á ári
„Við erum svo heppnir hér hjá
Silfurstjörnunni að hafa aðgang
að jarðhita og getum því haldið
stöðugum og háum hita í kerunum
allt árið. Jarðhitinn gerir okkur
kleift að vera með tegundir í eldi
sem þurfa háan og jafnan hita og
eru dýrari á markaði fyrir vikið.
Og með því gátum við bætt sam-
keppnisstöðuna,” segir Benedikt.
Sandhverfa er flatfiskur með
heimkynni frá Miðjarðarhafi
til Noregs en er sjaldgæfur við
ísland. Hún er aðallega veidd af
Norðmönnum og Dönum auk
Þjóðverja, Hollendinga, Belga,
Breta og Spánverja. Sandhverfan
getur náð allt að 100 sentímetrum
að lengd og 25 kílóum að þyngd.
Hún verður sjaldan lengri en 60
til 70 sentímetrar. Nafn sand-
hverfunnar er þekkt fiskaheiti úr
Snorra Eddu en nafnið vísar til
þess að fiskurinn grefur sig í sand
á hafsbotni.
„Fyrstu seiðin voru fengin
frá Tálknafirði,” segir Benedikt.
„Tálknfirðingar voru eitthvað að
prófa sig áfram með eldi á henni
en hættu af einhverjum orsök-
um. Við sóttum milli 600 og 700
seiði þangað að vorlagi og eldið
á þeim gekk vonum framar en
eftir það höfum við fengið seiði
frá Tilraunaeldisstöð Hafranns
óknastofnunarinnar að Stað við
Grindavík. I dag erum við með
í kringum 200.000 sandhverfur í
eldi og ársframleiðslan er um 80
tonn en stefnt er að því að auka
hana í 120 til 150 tonn á komandi
árum. I dag starfa 8 til 9 manns
við framleiðsluna en reikna má
með því að þeim fjölgi í 14 þegar
framleiðslan hefur náð hámarki,”
segir Benedikt.
Sandhverfan er aðallega
seld til Spánar, Frakklands og
Bretlands. Eftir að búið er að
slátra og slægja fiskinn er hann
ísaður og settur í kæligám. Úr
Öxarfirði er ekið með framleiðsl-
una til Seyðisfjarðar þar sem
hún fer um borð í Norrænu og er
flutt sjóleiðina til Evrópu. Verðið
fyrir kílóið er 9 til 9,50 evrur,
eða 800-850 íslenskar krónur, og
hefur verið stöðugt um nokkurn
tíma. Benedikt segir verðið gott
og engin ástæða til að kvarta
yfir því. Aftur á móti segir hann
að gengið hafi verið þeim erf-
iðara. Markaðurinn fyrir sand-
hverfu og eldisfisk er almennt
gott yfir vetrarmánuðina og
um þessar mundir er verið að
slátra um 2,5 tonnum á viku hjá
Silfurstjörnunni.
Meðalstærð við slátrun
1,5 kíló
„Eldi á sandhverfi fer í stórum
dráttum þannig fram að við fáum 2
til 5 gramma seiði frá Stað og ölum
þau upp í sláturstærð sem er frá
500 grömmum og upp í 3 kíló. Ætli
meðalstærð við slátrun sé ekki um
eitt og hálft kíló og að jafnaði tekur
um eitt og hálft til tvö ár að ala
sandhverfuna upp í sláturstærð.
Fyrst eftir að seiðin koma til
okkar eru þau sett í ker sem
eru eins og góður nuddpottur
að stærð, um tveir rúmmetrar.
Við fiokkum fiskinn eftir stærð
á tveggja til þriggja mánaða
fresti og flytjum hann í stærri
ker eftir því sem hann verður
stærri. Stærstu kerin eru um 250
fermetrar að stærð eða eins og
þokkaleg sundlaug. Meðan á eld-
inu hjá okkur stendur lifir sand-
hverfa eingöngu á þurrfóðri sem
við fáum frá Laxá á Akureyri og
er sérstaklega framleitt fyrir þær,
lúðu og þorsk. Kögglarnir eru
Sandhverfan flokkuð og flutt á milli kera.
bara mismunandi stórir. Þeim er
Benedikt Kristjánsson, stöðvarstjóri hjá Silfurstjörnunni í Öxarfírði. Silfurstjarnan hefur stundað sandhverfueldi í nokkur ár.
Nafn sandhverfunnar er þekkt fiskaheiti úr Snorra Fddu en nafnið vísar til þess að fiskurinn grefur sig í sand
á hafsbotni.
aftur á mót startað á sérfóðri á
Stað áður en þær koma hingað,”
segir Benedikt.
Afföll við eldið á sandhverfu
eru um 10% eftir að hún er komin
í ker hjá Silfurstjörunni en mest
drepst af henni á fyrstu stigum
eldisins. Að sögn Benedikts eru
engir sjúkdómar að hrjá stöðina
við eldið og það gengur í stórum
dráttum vel.
Byggja 4000 fermetra
skemmu
Aðspurður segir Benedikt að
það séu engar stórbreytingar vænt-
anlegar í rekstri Silfurstjörnunnar.
„Við ætlum að einbeita okkur að
þessum tegundum sem við erum
með, lúðu, sandhverfu og bleikju,
og ná betri tökum á eldi þeirra.
Það er að vísu verið að byggja
4000 fermetra skemmu yfir kör
þar sem verða lúða og sandhverfa
1 framtíðinni. Þetta eru flatfiskar
og þeim er illa við sól og þurfa því
að vera í skugga. Yfirbyggingin
dregur líka úr myndun þörunga í
kerunum og hún er því nauðsyn-
leg til að fiskurinn dafni betur,”
segir Benedikt að lokum.
Leitaðu tilboða hjá
Svani Guðmundssyni
í síma 825 3120
ATLANTSOLIA
Sjávarútvegur sími: 591 3120
Heillaóskir með skipið
FAX 561 9596 • HÓMASLÓ< 4, 101 REYKJAVÍK