Fréttablaðið - 24.11.2021, Page 1
2 3 1 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 2 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 1
Myndir frá
Havana á Kúbu
Konur eru
konum bestar
Menning ➤ 26 Lífið ➤ 34
Urðun á sorpi er senn að baki.
Leitað er að stað á höfuðborg
arsvæðinu fyrir ofn sem getur
brennt allt að 100 þúsund
tonn af sorpi á hverju ári.
ser@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Fjögur sorpsamlög
á suðvesturhorni landsins skoða
nú kaup á brennsluofni til að farga
úrgangi á svæðinu frá Gilsfirði í
vestri að Markarf ljóti í austri, en
þar falla til allt að 85 prósent af öllu
sorpi á landinu.
Fjárfestingin er ærin. Líf Magneu
dóttir, formaður stjórnar Sorpu,
segir að brennsluofn sem þarf að
anna allt að 100 þúsund tonnum
á ári kosti líklega á bilinu 20 til 30
milljónir króna. „Það tekur líka
tíma að panta svona ofn og setja
hann upp, örugglega nokkur ár,“
segir hún.
Líf segir að í ljósi vaxandi krafna
um bætta meðhöndlun og flokkun
úrgangs og áherslu á að lágmarka
þörf fyrir urðun, liggi fyrir að
finna þurfi viðunandi úrræði til að
brenna úrgang sem nú er urðaður.
Sorpsamlögin og umhverfis og
auðlindaráðuneytið hafa gert með
sér samning í þessa veru og á starfs
hópur að undirbyggja sem best
ákvörðun um tæknilausnir, meðal
annars hvort nota megi ofninn
til húshitunar, svo og mögulega
þjónustu fyrir allt landið, áhættu
greiningu og staðarval.
„Það þarf að vanda vel til verka
hvað staðsetningu varðar,“ segir
Líf. „Og augljóst að það vilja ekki
allir hafa svona starfsemi í nágrenni
sínu.“ En hugsa þurfi um umhverfið,
mestallt sorpið falli til á höfuðborg
arsvæðinu og ekki gangi að keyra
mesta magnið langar leiðir. Mögu
lega þurfi ofninn að vera nálægt
höfn, verði sorp flutt með skipum í
ofninn víða að af landinu.
Heimild til urðunar sorps í Álfs
nesi rennur út í árslok 2023, eins og
tilgreint er í samningi við landeig
endur. Þar er kveðið á um að 77 þús
und tonn megi urða í ár, en aðeins
38 þúsund hvort árið 2022 og 2023.
Sorpsamlögin fjögur sem standa
að undirbúningi á brennslu sorps
eru Sorpa, Kalka, Sorpurðun Vestur
lands og Sorpstöð Suðurlands. Gert
er ráð fyrir að undirbúningsniður
stöður liggi fyrir í árslok. n
Leita að stað fyrir
risasorpbrennslu
Augljóst að það vilja
ekki allir hafa svona
starfsemi í nágrenni
sínu.
Líf Magneu-
dóttir, formaður
stjórnar Sorpu
ALLT AÐ
SPARIÐ 50%
Þegar þú velur íslenska vöru eða
þjónustu skilar það sér aftur til þín.
mhj@frettabladid.is
COVID-19 Frá því að bólusetningar
hófust að nýju 15. nóvember hafa
Lyfjastofnun borist 113 tilkynn
ingar um aukaverkanir í kjölfar
örvunarskammts. Þar af eru tíu
alvarlegar. Þetta kemur fram í svari
Lyfjastofnunar til Fréttablaðsins.
Meðal tilkynntra einkenna í kjöl
far örvunarskammts eru eymsli á
stungustað, f lensueinkenni, höfuð
verkur, verkur og bólga í holhönd,
bólgnir eitlar, hjartsláttartruflanir,
verkur í brjóstkassa, útbrot, brjóst
verkir, milliblæðingar, óreglulegur
tíðahringur, hækkun á blóðþrýst
ingi, máttleysi, ógleði, uppköst,
svitaköst, dofi, svimi og sjóntrufl
anir. Þetta eru svipuð einkenni og
tilkynnt hefur verið um eftir fyrsta
eða annan skammt bólusetningar.
Óskar Reykdalsson, forstjóri
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis
ins, segir að almennt fái færri
aukaverkanir af örvunarskammti
en eftir til dæmis fyrsta bóluefna
skammt. n
Yfir hundrað tilkynnt aukaverkanir
Nánar á frettabladid.is
Alþingi var loks sett í gær, 58 dögum eftir kosningarnar 25. september. Deilur vegna talningar í Norðvesturkjördæmi
bíða enn úrlausnar. Athöfn fór fram í Dómkirkjunni í tilefni þingsetningarinnar og þangað mættu bæði Guðni Th. Jó-
hannesson, forseti Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar. SJÁ SÍÐU 2 FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI