Fréttablaðið - 24.11.2021, Page 12
Ég hef gaman af að lesa
og hlusta á glæpasögur,
elska Eurovision og er
nýlega farin að stunda
göngur og útivist.
Það er einfaldlega
verið að byggja of lítið
af atvinnuhúsnæði og
það sama á við um
íbúðarhúsnæði.
Hannes Stein-
dórsson, for-
maður Félags
fasteignasala
Alma Sigurðardóttir tók nýverið
við starfi mannauðsstjóra Gæða-
baksturs. Hún er mikill Eurovisi-
on-aðdáandi og hefur gaman af
því að hlusta á glæpasögur og fara
í göngutúr.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Ég hef gaman af að lesa og hlusta
á glæpasögur, elska Eurovision og
er nýlega farin að stunda göngur og
útivist. Mér finnst líka hættulega
huggulegt að slappa af með fjöl-
skyldunni fyrir framan sjónvarpið.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Ég er B-plús-manneskja og fer
ekki á fætur fyrr en ég þarf. Morgn-
arnir snúast að mestu um að koma
sonum af stað á réttum tíma í
skóla, klæddum eftir veðri og helst
með morgunmat í maganum. Ég
borða alltaf morgunmat þótt það
sé stundum á hlaupum og fæ mér
kaffibolla þegar ég mæti til vinnu.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á þig?
Ég hef alltaf verið hrifin af bókum
í dagbókarformi og las til dæmis
Dagbók Önnu Frank og Dagbókina
hans Dadda um Adrian Mole mörg-
um sinnum sem unglingur. Í seinni
tíð má kannski nefna bókina Móðir
eftir Alejandro Palomas.
Hvar sérðu þig eftir 10 ár?
Vonandi hraust, hamingjusöm
og enn starfandi við mannauðsmál.
Ef þú þyrfti að velja annan starfs-
frama, hvað yrði fyrir valinu?
Einkaspæjari eða náms- og starfs-
ráðgjafi. Hér á landi eru samt senni-
lega f leiri atvinnutækifæri fyrir
náms- og starfsráðgjafa.
Hver er uppáhalds borgin þín?
Madrid er besta borg í heimi. Ég
bjó þar í alls um tvö ár og sakna
mikið matarins, mannlífsins og
allra garðanna. Það er fátt betra en
Madrid í mildu veðri að vori eða
hausti, að rölta um, horfa á fólk og fá
sér að borða undir berum himni. n
Forfallinn Eurovision-aðdáandi
Nám: BA-próf í spænsku og
meistaragráða í mannauðs-
stjórnun, hvort tveggja frá
Háskóla Íslands. Tók hluta af
spænskunáminu við tvo há-
skóla í Madrid á Spáni.
Störf: Starfaði við mannauðs-
mál hjá byggingarverktakanum
Ístaki og Elju – alhliða mann-
auðslausnum í rúm átta ár. Áður
hjá Norræna félaginu við upp-
lýsingaþjónustu Norrænu ráð-
herranefndarinnar og sumar-
vinnumiðlunina Nord jobb.
Fjölskylduhagir: Ég er gift og
á tvo drengi í grunnskóla, 7 ára
og næstum 13 ára.
Eftirlætisborgin hennar Ölmu er Madrid en hún bjó þar í um tvö ár og
saknar mikið matarins og mannlífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Formaður Félags fasteigna-
sala segir að mikill skortur sé á
atvinnuhúsnæði og býst hann
ekki við því að staðan muni
lagast fyrr en eftir þrjú til
fimm ár. Forstjóri Regins segir
að það sé skortur á ákveðnum
tegundum af atvinnuhúsnæði.
magdalena@frettabladid.is
Hannes Steindórsson, formaður
Félags fasteignasala, segir að staðan
á atvinnuhúsnæðismarkaði sé sam-
bærileg og á íbúðamarkaði. „Fram-
boð af atvinnuhúsnæði í dag er ein-
faldlega mjög lítið. Fyrir um tveimur
árum síðan var framboðið mikið en
í kjölfar heimsfaraldursins hefur
þetta meira og minna hreinsast upp.
Sem dæmi um það er að stóru fast-
eignafélögin eiga lítið óútleigt,“ segir
Hannes og bætir við að í kringum
Covid hafi fjárfestar leitað mikið í
fasteignir.
„Fjárfestar leituðu mikið í fast-
eignir í Covid og þegar aðeins leið
á faraldurinn þá héldu fyrirtæki að
þau gætu minnkað við sig fermetra
því fólk fór að vinna heima í meiri
mæli.“
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri
Regins, segir að það sé skortur á
atvinnuhúsnæði eins og staðan er í
dag og þá sérstaklega á ákveðnum
tegundum af atvinnuhúsnæði.
„Það er til að mynda mikill
skortur á hágæða skrifstofuhús-
næði þar sem staðsetningin er góð
og á svæðum sem eru vinsæl eins og
til dæmis á Smáralindarsvæðinu, í
Borgartúninu og fleiri stöðum. Það
vantar líka atvinnuhúsnæði með
góðri aðkomu og tengingum við
bílastæði í kjöllurum og á lóð,“ segir
Helgi og bætir við að það vanti einn-
ig minni iðnaðar- og lagerhúsnæði.
Hannes bætir við að það þurfi
að gefa verulega í við byggingu á
atvinnuhúsnæði.
„Það er einfaldlega verið að
byggja of lítið af atvinnuhúsnæði og
það sama á við um íbúðarhúsnæði.
Fyrir um tveimur árum bjóst mark-
aðurinn allt eins við því að það yrði
offramboð en það varð ekki raunin.
Í Reykjavík koma upp, ef maður
leitar í leitarvélinni, 500 lausar fast-
eignir en taka þarf inn í myndina að
margar af þessum eignum eru tví-
skráðar og sumt í leigu þannig að
þetta eru ekki nema svona um 200
eignir sem eru til sölu.“
Hann segir jafnframt að hann
búist við að staðan muni batna
innan þriggja til fimm ára. „Það
eru áform um að byggja töluvert
af atvinnuhúsnæði á höfuðborgar-
svæðinu. Mikið af nýbyggingum er
með lítil atvinnurými á jarðhæð,
sem er skemmtilegt en það þarf auð-
vitað stærri einingar.“
Aðspurður hvað staðan hafi varið
lengi segir Helgi að ástandið hafi
Mikill skortur á atvinnuhúsnæði
Helgi S. Gunn-
arsson, forstjóri
Regins
varað í þó nokkurn tíma. „Á þessu
ári höfum við séð eftirspurnina vera
að aukast stöðugt og það eru skýr
merki í hagkerfinu um bata fram
undan. Það leiðir af sér að fyrirtæki
eru að horfa til þess að stækka við
sig, breyta og styrkja sig.“
Hann bætir við að hann sé bjart-
sýnn á að ástandið muni batna á
komandi misserum. „Þessi mála-
f lokkur þarf þó að vera stöðugt í
uppfærslu og endurnýjun. Fyrir-
liggjandi spár um breytta borgar-
þróun og fjölgun á höfuðborgar-
svæðinu sýna að það þarf meira af
atvinnuhúsnæði til að styðja við þá
þróun. Það eru margir sem benda
á að það sé nóg framboð af skrif-
stofuhúsnæði en ég er ekki alveg
sammála því. Það er kannski nóg
framboð af ákveðinni tegund af
skrifstofuhúsnæði, það er að segja
gömlu og úreltu, en fyrirtækin eru
ekkert að sækjast í það.“
Hannes bætir við að stjórnvöld og
sveitarfélög geti gert ýmislegt til að
bæta úr stöðunni. „Auka skipulag
og stytta boðleiðir, auðvelda ferla í
skipulaginu.“ n
Hannes Stein-
dórsson, for-
maður Félags
fasteignasala,
segir að það séu
rétt um 200 at-
vinnuhúsnæðis-
eignir til sölu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
helgivifill@frettabladid.is
Arion banki segir að lánasafn
bankans til lítilla og meðalstórra
fyrirtækja hafi vaxið umtalsvert á
síðustu árum. Stóru bankarnir þrír
segjast ekki halda að sér höndum
þegar kemur að lánveitingum til
lítilla fyrirtækja. Landsbankinn er
með þá stefnu að auka markaðs-
hlutdeild í lánum til lítilla og meðal-
stórra fyrirtækja. Þetta kemur fram
í svörum frá bönkunum.
Kristrún Frostadóttir, fyrrverandi
aðalhagfræðingur Kviku banka og
nú þingmaður Samfylkingarinnar,
sagði í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu á
sunnudag að hjá bönkum væru hvat-
ar til að láta ungt fólk taka himinhá
fasteignalán en að lítil fyrirtæki ættu
helst að reka sig á eigin fé.
„Svo má nefna,“ segir í svari frá
Arion banka, „að eftirlitsaðilar
hafa dregið úr kröfum um eiginfjár-
bindingu banka vegna lánveitinga
til lítilla og meðalstórra fyrirtækja
sem býr til jákvæða hvata til frekari
lánveitinga á þessu sviði.“
Landsbankinn segir að liður í
markaðssókn sinni til að auka útlán
til lítilla og meðalstórra fyrirtækja
sé betra app sem henti betur þeim
markaði sem hafi leitt til aukningar
í viðskiptum. „Varðandi samspil
útlána og eftirspurnar eftir lánsfé þá
fer það eftir aðstæðum hverju sinni
og við mat bankans á lánum er horft
til þess að fyrirtæki þurfa að hafa
áætlanir um hvernig reksturinn
mun standa undir aukinni skuld-
setningu,“ segir í svarinu.
Íslandsbanki segir að að jafnaði
séu gerðar meiri kröfur til eigin-
fjárframlags hjá nýjum fyrirtækj-
um með stutta viðskiptasögu eða
sem séu að hefja rekstur. „Sem fyrr
er bankinn þó opinn fyrir öllum
áhugaverðum verkefnum og er
hvert mál skoðað vandlega.“ n
Vöxtur í lánum til
lítilla fyrirtækja
helgivifill@frettabladid.is
IP Studium Reykjavík, fjárfestinga-
félag Ingibjargar Stefaníu Pálma-
dóttur, tapaði 202 milljónum króna
fyrir skatta árið 2020 samanborið
við 442 milljóna króna hagnað eftir
skatta árið áður.
Fram kemur í nýbirtum ársreikn-
ingi að rekstur félagsins hafi mótast
umtalsvert af áhrifum af Covid-19
heimsfaraldrinum. Leigutekjur
drógust saman um 78 prósent og
námu 27 milljónum króna. Áhrif af
rekstri dóttur- og hlutdeildarfélaga
leiddu til 12 milljóna króna taps árið
2020 en árið áður lagði sá þáttur til
446 milljónir króna til rekstrarins.
Eigið fé félagsins var 2,6 milljarð-
ar króna árið 2020 en eignirnar 5,5
milljarðar. Félagið á meðal annars
Hverfisgötu 8 til 10, sem hýsir 101
hótel, og er fasteignin bókfærð á
1,8 milljarða króna, og 43 prósenta
hlut í 365 sem bókfærður er á 1,6
milljarða króna. Ingibjörg Stefanía
á 99,8 prósenta hlut í 365, sam-
kvæmt Fyrirtækjaskrá. Eignir 365
voru bókfærðar á 6,5 milljarða árið
2020 og eigið fé 3,4 milljarðar króna.
Félagið á meðal annars í Streng sem
fer með meirihluta í Skeljungi. n
IP Studium tapaði
202 milljónum
Ingibjörg
Stefanía Pálma-
dóttir, fjárfestir
n Svipmynd
Alma Sigurðardóttir
12 Fréttir 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR