Fréttablaðið - 24.11.2021, Page 16

Fréttablaðið - 24.11.2021, Page 16
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Alþingi á að vera skipað þeim sem kjósendur í landinu velja, ekki þeim sem alþingis- menn sjálfir vilja vinna með. Okkur vantar bjartsýni, gleði og aukna ásýnd kvenna í samfélagið okkar. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Suðurnesin eru landsvæði tækifæra. Í áratugi hefur fólk af öllu landinu auk erlendra íbúa leitað til Suðurnesja í atvinnuleit, fyrst í fiskvinnslu á svæðinu og síðar í f lugvallarstarfsemi og ferðaþjón- ustu. Á Suðurnesjum finnst gróska hugvits og seiglu en við höfum lent í hinum ýmsu kreppum sem við höfum unnið okkur úr saman. Atvinnuleysi var okkur erfitt á árunum 2020-2021 þar sem atvinnu- leysi var mest hjá okkur af öllu landinu; 13,7% í maí 2021 og 9,1% í september meðan meðtals atvinnu- leysi á landinu öllu var 5,1%. Það sem athyglisverð- ast var að atvinnuleysi kvenna var einnig mest á Suðurnesjum; 13,1% meðan meðaltalið fyrir landið allt var 6,5%. Staða kvenna á Suðurnesjum er þó björt og horfir til bjartari vegar. Atvinnuleysi hefur minnkað um 17% undanfarna átta mánuði sem ber virkilega að fagna. Kortleggjum tækifærin Samfélagið okkar er að lifna við í takt við nýja Covid-tíma og ljóst er að tækifærin eru til staðar er kemur að atvinnusköpun kvenna, við þurfum bara að kortleggja þessi tækifæri. Við þurfum að nýta okkur styrkleikana sem felast í fjölbreytileika sam- félagsins á Suðurnesjum með því að styðja konur í að sækja fram og sameina þær til aukins sýnileika og þátttöku. Verður það gert með FKA Suður- nesjum sem er ný landsbyggðardeild Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA. Nýja deildin okkar mun leggja áherslu á nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra kvenna á svæðinu með jákvæðni, seiglu og útsjónar- semi. Með því að efla þátt kvenna í samfélaginu, eflum við okkur öll. Okkur vantar bjartsýni, gleði og aukna ásýnd kvenna í samfélagið okkar. Konur ættu að vera áberandi í rekstri fyrirtækja, stjórnunarstöð- um og í stjórnum fyrirtækja. Það mun vera okkur öllum til heilla. Komdu með okkur í vegferð kvenna á Suðurnesjum 26. nóvember næstkomandi. n Konur Suðurnesja – okkar tími er kominn Guðný Birna Guðmundsdóttir hjúkrunarstjóri og formaður stjórnar HS Veitna FAXAFEN 11, 108 REYKJAVÍK, S: 534-0534 WWW.PARTYBUDIN.IS Allt fyrir veisluna á einum stað Skraut, borðbúnaður, búningar og tækjaleiga arib@frettabladid.is Gísla saga húsnæðismarkaðar Íslenskir netheimar skiptust í tvennt eftir hárbeittra gagnrýni fræðsluvettvangsins Fortuna Invest á Instagram. Má segja að íslenska skólakerfið hafi fengið það óþvegið er dregin var upp mynd af nemanda að spyrja hvernig taka eigi lán en fékk svarið frá kennaranum að haldið skyldi áfram að lesa Gísla sögu Súrssonar. Hvað verður um sögu þjóðar ef tala á um lán í skól- anum? Opnast dyr að hlut verka- leik nemenda sem setja sig inn í húsnæðismarkað fortíðarinnar þar sem flokksskírteini þurfti til að fá lóð og annað til að fá lán? Bróðurráð í beinni Helgi Hrafn Gunnarsson, sem gat sér gott orð sem þingmaður Pírata, gefur systur sinni Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnars- dóttur góð ráð á Facebook í ljósi þess að hún tók sæti á Alþingi í gær. Helgi þekkir starfsvenjur þingsins og ráðleggur henni að neita að skrifa undir dreng- skaparheitið. Ekki að það sé neitt að því, það væri bara áhugavert að vita hvað myndi gerast. Þá vill hann að Arndís segi „furðulegi forseti“ svo hratt í upphafi ræðu að forseti þingsins geti ekki verið viss um að hún hafi ekki sagt virðulegi forseti. Ráðin eru mörg en Helgi gleymdi eiginlega ráði Pírata númer eitt. Alltaf mæta á sokkaleistunum. n Það er mál manna að undirbúnings- nefnd kjörbréfanefndar Alþingis hafi staðið sig ágætlega í þeim rannsóknar- lögreglustörfum sem hún hefur fengist við undanfarnar átta vikur. Fækkað hefur í þeim hópi sem var fullviss um að nefndin myndi hvítþvo fúskið í Norðvesturkjördæmi og skvaldra sig niður á fyrir fram ákveðna tillögu til þingsins um gott veður og óbreytt ástand. Við þurfum að bíða einn dag enn eftir þeim tillögum sem lagðar verða fyrir þingið, en þótt svo fari, sem flesta grunaði, að kjörbréfin sem landskjörstjórn gaf út eftir kosningar verði staðfest, og það hafi kannski alltaf verið planið, verður að gefa Birgi og nefnd hans það sem hún á. Tillögurnar munu nær örugglega valda mörgum vonbrigðum en nefndin vann gott starf og fyrir liggur niðurstaða ítarlegrar rann- sóknar þar sem flestum steinum var velt við. Þingmannsefni og kjósendur sem hyggjast leita réttar síns hjá dómstólum fá ómetanlegt innlegg í málsóknir sínar. Við höfum öll lært eitthvað. Og þótt margir hrylli sig nú, eftir að ormagryfjan var opnuð, við tilhugsunina um það fúsk sem viðgengist hefur í framkvæmd kosninga allan líftíma lýðveldisins, getum við huggað okkur við að engan langar að leika þennan leik aftur við framkvæmd kosn- inga. Aldrei aftur. Ljóst er að breyta þarf lögum og taka af skarið um ýmis þokukennd atriði. Efla þarf kosn- inga eftirlit. Umboðsmenn flokka munu skilja hlutverk sitt betur og þau sem tilnefnd eru í kjörstjórnir munu hugsa sig vandlega um, vegna þeirrar ábyrgðar sem á herðum þeirra hvílir. Og nú er boltinn hjá Alþingi. Rétt eins og forðum, þegar Alþingi þurfti að loknum ítar- legum rannsóknum að taka af skarið um hvort ákæra skyldi ráðherra; flokkssystkini og vinnu- félaga. Þótt nefndin hafi skilað greinargóðum niður- stöðum um framkvæmd kosninganna er hún ekki á einu máli um hvað gera skuli í fram- haldinu. Nú á síðustu metrunum gætu flokkslín- urnar verið að koma í ljós en þriggja eða fjögurra tillagna er að vænta frá nefndarmönnum sem leiddar verða til lykta á morgun. Þá er vonandi að þingmenn skilji pólitíkina eftir fyrir utan þingsalinn og gleymi því ekki að Alþingi á að vera skipað þeim sem kjósendur í landinu velja, ekki þeim sem alþingismenn sjálfir vilja vinna með. Líkt og í Landsdómsmál- inu er ákvörðun þingheims í eðli sínu lögfræði- leg og siðferðileg, en hvorki praktísk né pólitísk. Til þess eru vítin að varast þau. Látið sann- færinguna frekar en flokkslínur ráða. n Flokkslínur SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.