Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2021, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 24.11.2021, Qupperneq 18
Ættum við ekki að taka upp mælingar á koltvísýringi í skólum, tónlistarsölum og leikhúsum? Að Semmelweis sé ekki metinn að verð- leikum hér á landi má sjá af því að hvorki hefur bók verið skrifuð um hann á íslensku né heldur erlend bók um hann verið þýdd á íslensku. Í öllu því f lóði af texta um Covid- 19, um: bólusetningar, sóttvarnir, takmarkað ferðafrelsi, hvernig bar- áttan gengur í útlöndum, afkomu fyrirtækja, stöðu ríkissjóðs o.s.frv. o.s.frv., megum við alls ekki gleyma þeim, sem lögðu grunninn að þeim baráttuaðferðum, sem við nú beit- um í glímu okkar við hinn skæða óvin – Covid 19 Corona veiruna. Og sú veira er ekkert lamb við að eiga og áttu því einmitt vel við þau orð, sem einn af okkar fremstu vís- indamönnum lét ummælt um hana í upphafi faraldursins – að hún væri “ … hið mesta ólíkindatól“. Ein er sú baráttuaðferð sem við nú notum, en það er handþvottur. Hamrað er á um gildi hans æ ofan í æ. En hver var frumkvöðullinn að þessari hreinlætisaðferð, sem ein og sér getur skipt sköpum um líf og dauða og er nú notuð á öllum spít- ölum heims? Það var hinn nokkuð þekkti, en að mínu viti allt of vanmetni, læknir og vísindamaður Ignaz Semmel- weis. Gleymum ekki, gleymum aldrei, að honum að þakka björguð- ust ótal mannslíf um allan heim, en gleymum heldur ekki hvernig sam- tími hans fór með hann. Ég ætla að henda hérna fram örstuttri lýsingu á örlögum þessa manns, sem konur kölluðu bjarg- vætt kvenna. Semmelweis var læknir, fæddur 1818 í Ungverjalandi, og starfaði sem aðstoðarlæknir prófessors við fæðingardeild Almenna sjúkra- hússins í Vínarborg en hún var sú stærsta í heimi á þessum tíma. Hann vildi komast að því hvers vegna svo margar konur dóu úr barnsfararsótt á spítalanum. Með nák væmri athugun og samanburði, já og innsæi, komst hann að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða eitthvað, sem læknar og læknanemar báru með sér á höndunum eftir að hafa krufið lík kvenna, er látist höfðu af barns- fararsótt, og farið síðan að skoða sængurkonurnar. Hann fyrirskipaði að tekinn skyldi upp handþvottur úr klór- upplausn og með þessu stórlækkaði dánartíðni þeirra kvenna sem voru í hans umsjá á spítalanum. Uppgötvun Semmelweis var afar illa tekið af hans eigin stétt og endaði sú barátta með því að and- legt þrek þessa mikla mannvinar dvínaði og honum var komið fyrir á geðveikrahæli þar sem hann svo lést eftir tvær vikur aðeins 47 ár gamall – vegna barsmíða! (Nuland). Fræði- menn eru ósammála um hvernig dauða hans bar að höndum og væri verðugt verkefni að komst að sann- leikanum í því efni. Að Semmelweis sé ekki metinn að verðleikum hér á landi má sjá af því að hvorki hefur bók verið skrifuð um hann á íslensku né heldur erlend bók um hann verið þýdd á íslensku. Það sem ég hef náð í á okkar máli er ágæt grein í Tímariti hjúkrunar- fræðinga frá árinu 2008 og svo gott yfirlit á Vísindavefnum. Orðatiltækið að njóta sannmælis er gamalt og gott íslenskt orðatil- tæki, sem á einkar vel við að nota nú á dögum Covid, um Semmelweis lækni. (Góðar bækur um Semmelweis: Childbed Fever, höf. K.Codell Carter og Barbara R. Carter, The Doctors Plague, höf. Sherwin B. Nuland, Genius Belabored, höf. Theodore G. Obenchain, ef einhver myndi nú þýða þó ekki væri nema eina af þessum bókum). n Að njóta sannmælis Kjartan Norðdahl fyrrverandi f lugmaður og lögmaður Ignaz Semmelweis. Eftir athuganir í nokkrum löndum þykir staðfest að kórónaveiran dreifist í lofti sem úðasmit (aerosol) engu síður en dropasmit (droplets). Dropar eru þungir og berast sjaldan lengra en einn metra í lofti. Í úða eru agnirnar örsmáar og geta borist langar leiðir. Í stöðnuðu lofti getur veiran verið á sveimi í allt að sólarhring. Fyrir utan grímur er góð loftræsing besta vörnin. Ef herbergið er lítið nægir að opna glugga. Einfaldast og ódýrasta aðferðin við að mæla gæði loftræst- ingar í herbergi eða sal, sem fólk er í, er að mæla magn koltvísýrings í loftinu. Koltvísýringur, CO2 , kemur frá öndun okkar. Hann er úrgangs- efni frá bruna í frumunum og skilst frá blóði í lungunum. Magn hans er lágt þar sem loftskipti eru ör. Við eldgos losnar koltvísýringur úr bráðinni kviku þegar hún kólnar og þrýstingur á hana minnkar. Í kjölfar eldgossins í Geldingadal ætti að vera til mikið af CO2-mælum í landinu. Ættum við ekki að taka upp mæl- ingar á koltvísýringi í skólum, tón- listarsölum og leikhúsum? Það væri ekki eins og við værum að finna upp hjólið því á Spáni eru slíkar mælingar framkvæmdar í faraldrinum. Við leit á netinu fann ég nokkrar greinar um þetta. Mælar sem Spánverjar nota kosta á netinu um 150 evrur (22 þúsund krónur). Þeir sýna CO2-gildi, og til viðbótar hitastig og rakastig. Magn koltvísýrings eykst Í lokuðu herbergi með f jölda manns er CO2-gildið fljótt að stíga og hættan á úðasmiti eykst. CO2 er auk þess eitur í sjálfu sér. Ef fólk er um langan tíma í andrúmslofti með vaxandi styrk af CO2 má búast við því að syfja og þreyta sæki að ein- hverjum. Þá tala menn um loftleysi en í raun hefur súrefnismagnið í loftinu aðeins lækkað lítillega eða um það magn af koltvísýringi sem kom í staðinn fyrir súrefni við önd- unina. Þess vegna er sennilegt að það sé koltvísýringurinn sem valdi áhrifunum. Fólk sem er lokað inni í loftþétt- um klefa deyr fyrr úr koltvísýrings- eitrun en úr súrefnisskorti. Koltví- sýringur er þyngri en loft (44 á móti 29). Hann er lyktarlaus. Rakastig of lágt Að vetrarlagi er rakastig í húsum á Íslandi of lágt. Þurrt loft eykur hættu á sýkingu í öndunarfærum því slímhúðin þornar. Auk þess dreifist úðasmit lengra í þurru lofti en röku. Um þetta eru til rannsókn- ir og greinar. Rakatækjum sem kosta undir 30 þúsund krónum mætti koma fyrir í vinnuherbergjum og skólastofum. Með því að auka gæði lofts í húsa- kynnum þar sem fólk kemur saman má bæta líðan þess og heilsu og um leið minnka hættu á smiti. Það væri kostur ef þau sem nota stofur og minni sali gætu sjálf lesið á skjá hver gæðin eru og gripið inn í ef gildin fara út fyrir mörk. Í stærri sölum lægi ábyrgðin hjá húsvörðum en gildin þyrftu að vera sýnileg fyrir alla. Komum loftskiptum og rakastigi í lag þar sem og þegar þau eru ekki viðunandi! n Úðasmit og loftgæði Jón Hálfdanarson eðlisfræðingur Það er smánarblettur á okkar auðuga samfélagi hve margir búa hér við sára fátækt. Þeirra á meðal eru aldraðir sem er nauðugur einn kostur að velja á milli þess hvort þeir kaupa sér mat eða lífsnauð- synleg lyf, einstæðir foreldrar sem verða að gera upp við sig hvort þeir hafa efni á því að greiða orku- reikninginn eða fara til tannlæknis og veikt fólk sem verður smám saman úrkula vonar í því fúafeni fátæktarinnar sem íslenska kerfið er. Fórnarlömb fátæktar eru ekki síst börn sem vegna fjárskorts for- eldra geta ekki stundað þær íþróttir sem þau langar að stunda eða sinna öðrum áhugamálum. Áætlað er að um eða yfir 10% íslenskra barna búi á heimilum þar sem tekjur eru undir lágtekjumörkum. Sláandi skýrsla Barnaheilla Í nýlegri skýrslu Barnaheilla um fátækt meðal barna er dregin upp dökk mynd af vaxandi barnafátækt í Evrópu. Ísland er þar ekki undan- skilið. Bent er á að auka þurfi hér jöfnuð innan menntakerfisins og tryggja börnum húsnæðisöryggi svo dæmi séu nefnd. Þá þurfi að móta opinbera áætlun um hvernig eigi að uppræta fátækt meðal barna hér á landi. Slík stefna er nefnilega ekki til þó að ótrúlegt megi virðast. Ógn fátæktarinnar leggst mismun- andi á fjölskyldur en verst á börn einstæðra foreldra, börn foreldra sem eru á örorkubótum, börn með fötlun, börn innflytjenda og börn sem tilheyra fjölskyldum með erf- iðar félagslegar og efnahagslegar aðstæður. Ójöfnuður hefur aukist vegna atvinnuleysis foreldra í Covid og framtíðarhorfur eru óljósar. Ástandið hefur tekið toll af and- legri heilsu margra barna. Tilkynn- ingar um vanrækslu hafa aukist um 20%, of beldi um og yfir 23% sem og áhættuhegðun barna um 23%. Um 22% foreldra segjast ekki geta greitt skólamat fyrir börnin sín og um 19% segjast ekki geta greitt fyrir íþróttir eða tómstundir barna sinna. Húsnæðisaðstæður margra barna eru ótryggar. Húsaleiga er einn stærsti útgjaldaliður f jöl- skyldunnar eða um 70% af ráðstöf- unartekjum. Þetta leiðir til þess að fátækir foreldrar leita skjóls í hús- næði sem er óviðunandi og jafnvel hættulegt. Aðgerðir strax Flokkur fólksins vill að gripið verði tafarlaust til sértækra og markvissra aðgerða í þágu barna. Ef la þarf félagslegan stuðning við börn og unglinga sem eru jaðarsett, félagslega útskúfuð. Til að ná þessu þarf að setja fram skýra stefnu í samræmi við ákvæði Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Þar er m.a. kveðið á um hvernig uppræta eigi vítahring fátæktar, þannig að öll börn fái notið þjónustu til að rækta hæfileika sína. Þetta er stærsta verkefni borgarstjórnar og Alþingis. Öll börn eiga að fá notið stuðnings, hvatningar og þjónustu til að þroskast og njóta sín í lífinu og að fá sjálf tækifæri til að taka þátt í að leggja grunn að menntun sinni og farsæld sinni til framtíðar eins og kostur er. n Fátækt er ógn við íslensk börn Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgar- stjórn Reykjavíkur Húsaleiga er einn stærsti útgjaldaliður fjölskyldunnar eða um 70% af ráðstöf- unartekjum. Þetta leiðir til þess að fátækir foreldrar leita skjóls í húsnæði sem er óviðunandi og jafnvel hættulegt. 18 Skoðun 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.