Fréttablaðið - 24.11.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.11.2021, Blaðsíða 22
Í krefjandi námi skiptir miklu máli að hlúa vel að andlegri heilsu sinni. Háskólinn í Reykjavík hefur á undanförnum árum meðal annars boðið upp á sálfræði- þjónustu, gagnleg námskeið, geðheilbrigðisviku og slök- unar- og hugleiðslurými. starri@frettabladid.is Náms- og starfsráðgjöf og Sálfræði- þjónusta Háskólans í Reykjavík (HR) gaf í lok október út rafræna bæklinga sem eiga að hjálpa nemendum skólans, og öðrum áhugasömum utan hans, til að takast á við áskoranir og viðhalda góðri andlegri líðan. Í háskóla- námi skiptir miklu máli að hlúa vel að andlegu hliðinni, ekki síst þegar tekist er á við krefjandi nám sam- hliða hverju því sem lífið býður upp á hverju sinni, segir Eva Rós Gunnarsdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustu HR. „HR hefur alltaf verið umhugað um andlega líðan nemenda og hafa náms- og starfsráðgjafar starfað við skólann frá upphafi og boðið upp á víðtæka þjónustu, meðal annars stuðning vegna andlegra þátta.“ Hún segir nemendur hafa nýtt þjónustuna vel en hafa á sama tíma verið duglega að kalla eftir sálfræðiþjónustu. „Það varð meðal annars til þess að haustið 2018 var fyrsta skrefið tekið í að bjóða nemendum upp á gjald- frjálsa sálfræðiþjónustu í formi námskeiða. Haustið 2020 var svo enn stærra skref tekið en þá kem ég inn í fulla stöðu sálfræðings við skólann sem gerði okkur kleift að bjóða nemendum upp á enn fjöl- breyttari þjónustu.“ Fjölbreytt þjónusta í boði Þar sem vandi nemenda er ansi fjölbreyttur hefur skólinn lagt áherslu á að bjóða upp á fjöl- breytta þjónustu segir Eva. „Á undanförnum árum höfum við meðal annars boðið upp á stuðningshópa fyrir nemendur með ADHD, stutt námskeið vegna prófkvíða og annað lengra nám- skeið vegna þunglyndis og kvíða. Á þessari önn bjóðum við svo í fyrsta sinn upp á námskeið sem snýr að auknu sjálfsöryggi í námi.“ Skólinn hefur einnig haldið fjöl- breytta viðburði sem hafa þann til- gang að vekja athygli á mikilvægi geðheilbrigðis og kynna árangurs- ríkar leiðir til að auka vellíðan. „Þar má fyrst nefna geðheilbrigðis- vikuna Mót hækkandi sól sem hefur verið haldin árlega síðast- liðin fimm ár við góðar undir- tektir. Núna í október stóð HR svo fyrir andlegum heilsudegi undir yfirskriftinni Láttu þér líða vel, þar sem búinn var til vettvangur fyrir ýmis samtök, félög og fyrirtæki til að kynna hvers konar úrræði sem þau bjóða upp á. Í upphafi síðasta skólaárs héldum við einnig svo- kallaða Fræðsluviku þar sem við streymdum örfyrirlestrum dag- lega og kynntum aðferðir sem eru til þess fallnar að auka velgengni og vellíðan í námi.“ Málefni sem skipta máli Hún segir skólann einnig reyna að bjóða upp á reglulega fyrirlestra og láta þá taka á þeim málefnum sem skipta máli hverju sinni. „Í því samhengi má nefna fyrir- lestur sem snéri að námi og líðan í heimsfaraldri og svo höfum við einnig nýlokið fyrirlestraröð í aðdraganda prófa sem hafði þann tilgang að hvetja nemendur til að hlúa að andlegu hliðinni á þeim krefjandi tímum sem prófatíð er. Samhliða fyrirlestraröðinni gáfum við út fjóra ólíka fræðslubæklinga þar sem tekin voru saman atriði sem eru þekkt fyrir að hafa jákvæð áhrif á líðan. Að lokum verð ég svo að nefna sérstakt slökunar- og hug- leiðslurými HR sem veitir nemend- um og starfsfólki rými til að slaka á og róa hugann í amstri dagsins. Slíkt er nauðsynlegt í því krefjandi umhverfi sem við erum í.“ Mikil ásókn í úrræði Eva segir að nemendur séu almennt mjög ánægðir með þá þjónustu sem skólinn bjóði upp á. „Það sést fyrst og fremst á því hversu mikil ásókn er í þau úrræði sem eru í boði. Eins og staðan er nú eigum við í raun í fullu fangi með að sinna eftirspurn en það hlýtur að segja ýmislegt.“ Eva segir þau stöðugt vera að reyna að bæta þjónustuna með líðan nemenda að leiðarljósi. „Við erum með ýmsar hugmyndir að námskeiðum og öðru á teikni- borðinu sem verða vonandi að veruleika sem fyrst. Eins og staðan er nú leggjum við mikla áherslu á að ná til sem flestra og teljum við tæknina spila stórt hlutverk þar. Við höfum verið að auka fjar- þjónustu og bjóðum nemendum sem eiga ekki heimangengt að koma í fjarviðtöl og einnig höfum við boðið upp á fjarnámskeið og streymt fyrirlestrum. Slík þjón- usta mun vonandi bara aukast á komandi misserum. Einnig höfum við unnið að því að auka aðgengi að hagnýtu efni og má finna bæklingana okkar og upptökur af fyrirlestrum á ytri vef skólans. Þá geta nemendur, sem og almenn- ingur, nálgast efnið hvar og hvenær sem er.“ n Andleg heilsa skiptir miklu í krefjandi námi Eva Rós Gunn- arsdóttir, sál- fræðingur hjá Sálfræðiþjón- ustu Háskólans í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Jóhanna Laufdal Friðriks- dóttir byrjaði að taka inn Protis® kollagen fyrir um ári síðan eftir að hafa lesið sér til um góð áhrif þess á líkamann, liði, hár, neglur, húð og fleira. Kollagen hefur margvísleg áhrif á líkamsstarfsemina. Kollagen er eins og lím í líkamanum sem hefur áhrif á liði, hrukkumyndun, hárið og margt fleira. Þegar við eldumst byrjar líkaminn að framleiða sífellt minna magn af þessu mikil- væga efni. Þá er ekki úr vegi að taka kollagenið inn sem bætiefni. „Undanfarið hef ég verið að kynna mér hvað kollagen getur gert fyrir líkamann. Það vakti sérstaklega áhuga minn þegar ég las um áhrif þess á liðina. Ég er 43 ára gömul og byrjaði að finna fyrst fyrir liðverkjum um 35 ára aldur- inn. Aðallega hef ég fundið fyrir liðverkjum í tám og fingrum. Þetta er ættgengt í fjölskyldunni minni. Langamma mín var svona, amma líka og mamma og líka systur mömmu. Þetta kemur þá helst fram í fingrum og tám. Stundum eru þær svo slæmar að þær festast í liðunum,“ segir Jóhanna. Hætt að finna fyrir pirringi í liðum „Þegar maður er kominn á ákveð- inn aldur er gott huga það því hvað maður getur gert til að njóta lífsins lengur. Hvort sem það er að styrkja liðina, bæta ónæmiskerfið eða hægja á öldrun eins og til dæmis hrukkumyndun. Ég byrjaði að taka inn kollagen frá Protis fyrir ári síðan til að fyrirbyggja frekari liðvandamál. Ég var farin að finna fyrir miklum pirringi í tánum sér- staklega. Ég veit ekki hversu lengi ég hafði tekið kollagenið inn en á ákveðnum tímapunkti fann ég að ég var orðin miklu betri af liðverkj- unum, sem versna allajafna þegar það tekur að kólna. Þrátt fyrir að veturinn sé hafinn þá finn ég ekki lengur fyrir þessum ofsapirringi í tánum og ég er orðin mun betri í liðunum í fingrum.“ Húðin ljómar „Annað sem ég hef tekið eftir er að hár og neglur vaxa ótrulega hratt á mér. Húðin hefur líka verið ein- staklega góð og fín. Það er eins og hún ljómi. Ég myndi ekki segja að bólur hafi verið veigamikið vanda- mál hjá mér, en ég hef varla fengið eina einustu bólu síðan ég byrjaði að taka inn kollagen frá Protis. Ég hef prófað að taka kollagenið inn í duftformi en það hentar mér ekki þar sem mér finnst bragðið ekki gott. Margir blanda því út í kaffi, en sjálf drekk ég ekki kaffi. Það hentar mér mjög vel að kolla- genið frá Protis fæst í töfluformi. Ég get bara gleypt töfluna og þarf ekki að finna neitt bragð. Ég er líka rosalega léleg í að muna eftir að taka inn bætiefni því ég borða ekki morgunmat. Til að sporna við að ég gleymi að taka inn kollagenið, þá hef ég dolluna á skrif borðinu mínu í vinnunni. Þá man ég eftir að taka það inn að minnsta kosti á virkum dögum. Svo á ég aukaskammt heima fyrir helgarnar.“ Íslensk framleiðsla „Það skiptir mig máli að vita hvaðan bætiefnin koma sem ég bæti inn í mitt mataræði. Kollagen- ið frá Protis er unnið úr íslenskum hráefnum og inniheldur kollagen úr íslensku fiskiroði. Mér finnst gott að vita til þess að framleiðslan fari fram hér heima enda treysti ég íslenskri framleiðslu og vil styrkja hana eftir fremsta megni,“ segir Jóhanna að lokum. Um Protis® Kollagen Kollagen er náttúrulegt prótín og eitt helsta byggingarefni líkamans. Gott að vita um Protis® Kollagen: n Ekkert gelatín eða sykur n Meira magn virkra efna en hjá flestum samkeppnisaðilum n Engin aukaefni n Sýnilegur árangur á 30 dögum n Íslenskt hugvit og framleiðsla Protis® Kollagen er framleitt úr íslensku fiskroði hjá líftæknifyrir- tækinu PROTIS. Varan er einstök blanda af bestu innihaldsefnum sem öll styðja við styrkingu á húð, hári og nöglum. Kollagen úr fiski er áhrifaríkara en kollagen úr landdýrum þar sem upptaka úr meltingarvegi er betri. Helstu innihaldsefni: n SeaCol® er blanda af vatnsrofnu kollageni úr íslensku fiskroði og vatnsrofnu þorskprótíni úr ís- lenskum þorski. SeaCol ® tekur þátt í að styrkja vefi líkamans og viðhalda teygjanleika. n C-vítamín tekur þátt í myndun kollagens í líkamanum. n Hyaluronic-sýra er eitt mest rakagefandi efni náttúrunnar og viðheldur meðal annars raka húðarinnar. n Kóensím Q10 er að finna í nær öllum frumum líkamans. Það er mikilvægt fyrir endurnýjun fruma eins og húðfruma. n B2- og B3-vítamín, sink, kopar og bíótín fyrir hárvöxt, endurnýjun húðar og vöxt nagla. n Protis® Kollagen fæst í næsta apóteki, heilsuvöruverslun og stórvöruverslun. Liðverkir ekki lengur vandamál Jóhanna Laufdal kynntist mætti kollagens fyrir um ári og hefur það hjálpað henni mjög í baráttunni við liðverki í höndum og tám. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR 4 kynningarblað A L LT 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.