Fréttablaðið - 24.11.2021, Page 30

Fréttablaðið - 24.11.2021, Page 30
Það er ótrúlegt að sjúklingur hafi samið níundu sinfóníuna, Hammerklavier són- ötuna og alla þessa guðdómlegu strengja- kvartetta og sónötur. Ég sá ákveðna sam- svörun milli fuglanna sem eru læstir inni í búri og fólksins sem er innilokað á eyjunni. Í Sverrissal í Hafnarborg stendur yfir sýningin Söng- fuglar, með nýjum verkum eftir Katrínu Elvarsdóttur, í sýningarstjórn Daríu Sólar Andrews. Ljósmyndabók kemur út í tilefni sýningar- innar. „Það eru þó nokkur ár síðan ég var á Kúbu. Þegar ég kom heim var ég í sjokki vegna þess að þótt upplif- unin hafi verið mjög ævintýraleg þá fannst mér erfitt að vinna mynd- irnar sem ég hafði tekið þar því ég vorkenndi fólkinu svo mikið. Þarna er svo mikil fátækt. Áður hafði ég aðallega séð glansmyndir af Kúbu, fallegar túristamyndir. Eftir nokk- urn tíma fór ég svo að hugsa aftur til fólksins á Kúbu og myndanna sem ég tók þar og hafði ekkert gert við. Þessi hugsun ágerðist þegar heimurinn lokaðist vegna Covid og þá ákvað ég að gera þessa sýningu,“ segir Katrín. Ljósmyndirnar eru allar frá Hav- ana og flestar þeirra eru af bygging- um, að utan og innan. Nokkrar ljós- myndirnar sýna fugla í búrum, en þeir eru aðalmyndefnið í nýju ljós- myndabókinni. „Á Kúbu tók ég eftir því að nánast allir voru með fugla í búrum. Ég sá skrautfugla heima hjá fólki, á veitingastöðum og úti á götu. Það er eins og stöðutákn að vera með syngjandi fugla í búri. Ég sá ákveðna samsvörun milli fuglanna sem eru læstir inni í búri og fólksins sem er innilokað á eyjunni,“ segir hún. Katrín vinnur ljósmyndirnar tölu- vert. „Ég breyti litunum í ljósmynd- unum, þannig verður myndefnið meira framandi. Ég hef notað þessar aðferðir áður, til dæmis á sýningunni Gróður í Berg Contemporary, þar sem ég sýndi meðal annars fjólublá pálmatré. Ég verð fyrir áhrifum frá þeim stöðum sem ég er á hverju sinni og ég reyni að fanga tilfinningar sem ég upplifi. Þegar áhorfandinn kemur inn á sýninguna í Hafnarborg langar mig að hann fari í annan heim og upplifi eitthvað nýtt,“ segir hún. Katrín hefur haldið fjölda einka- sýninga hérlendis og erlendis. Þá hafa verk hennar verið sýnd á samsýningum víða. Fjórar bækur hafa áður verið gefnar út með ljós- myndum Katrínar og verður bókin Songbirds, sem kemur út samhliða sýningu hennar í Hafnarborg, sú fimmta. Listamanns- og sýningarstjóra- spjall verður laugardaginn 27. nóv- ember klukkan 14. n Annar heimur og ný upplifun Á sýningunni í Hafnarborg sýnir Katrín ljósmyndir frá Kúbu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Katrín breytir litunum í ljós- myndunum og þannig verður myndefnið meira framandi. TÓNLIST Verk eftir Beethoven. Flytjendur: Þóra Kristín Gunnarsdóttir, Peter Maté og Aladar Rácz Salurinn í Kópavogi sunnudagur 14. nóvember Jónas Sen Beethoven var ekki bara heyrnar- laus seinni hluta ævi sinnar, heldur líka afskaplega geðvondur. Nú mætti segja að hann hafi haft ærna ástæðu til. Ekki getur það verið skemmtilegt að vera heyrnarlaust tónskáld. En þetta er f lóknara en virðist. Rannsóknir hafa leitt í ljós að Beethoven þjáðist af blýeitrun, sem hann fékk vegna ofdrykkju. Vín á þessum tíma var „bragðbætt“ með blýi. Blýeitrun veldur öllum kvillunum sem hann var haldinn á seinni hluta ævinnar, það er að segja árásargirni, pirringi, lystarleysi, svefnleysi, höfuðverkjum, upp- köstum, hægðatregðu og öðru ógeði. Í stuttu máli sagt: Beethoven hafði það skítt. Og svo var hann alkóhólisti. Í ljósi þessara aðstæðna verður að segjast að tónlistin hans er krafta- verk. Það er ótrúlegt að sjúklingur hafi samið níundu sinfóníuna, Hammerklavier sónötuna og alla þessa guðdómlegu strengjakvart- etta og sónötur. Beethoven var ein- hver mesti snillingur sögunnar. Rýr dagskrá Dapurlegt er því að ekki hafi tekist að halda almennilega upp á 250 ára afmælið hans. Covid gerði út um það. Meðal annars stóð til að íslenskir píanistar, einnig útlend- ingar sem eru íslenskir ríkisborg- arar, myndu flytja allar 32 sónötur tónskáldsins í Salnum í Kópavogi. Það tókst ekki. Einhverjir af þessum tónleikum hafa þó verið haldnir upp á síðkastið, og undirritaður fór á eina slíka. Þar áttu þrjár sónötur að vera leiknar, auk tilbrigða. En eitt atriðið féll niður, svo dagskráin var býsna rýr. Fyrst lék Þóra Kristín Gunnars- dóttir tilbrigði í c-moll. Túlkun hennar var stórbrotin og gædd við- eigandi ákafa. Tilbrigðin eru mjög fjölbreytt og krefjast mismunandi leiktækni. Þóra Kristín hafði þau ágætlega á valdi sínu. Engu að síður hefði áslátturinn mátt vera einbeitt- ari. Hann var dálítið holóttur ef svo má að orði komast, sumar nótur heyrðust ekki nægilega vel, eða voru hreinlega ekki til staðar. Listin óskast Næst á dagskránni var sónata nr. 11 í B-dúr op. 22 sem Peter Maté lék. Spilamennskan var afar fag- mannleg, allar nótur á sínum stað og áslátturinn lýtalaus. Hins vegar tókst Peter ekki að gera verkið áhugavert. Segja má um sónötuna að hún er óvanalega vanaleg. Beet- hoven var byltingarmaður í tón- listinni, og fór oft út fyrir ramma viðtekinna venja í tónsmíðum. En ekki hér og túlkunin þarf að bæta upp fyrir það. Til allrar óhamingju skorti upp á innlifunina í leik Pet- ers, og útkoman var hvorki fugl né fiskur. Ekki er nóg að spila bara nóturnar; hjartað verður að fylgja með líka. Maður vill LIST, ekki handverk. Miklu meiri tilþrif voru í leik Aladars Rácz, en hann f lutti són- ötuna nr. 13 op. 27 nr. 1. Vissulega er sjálft verkið mun dramatískara, en túlkun Aladars var fyllilega í anda þess, og gott betur. Hann lagði greinilega allt í sölurnar, og því var leikurinn sérlega spennandi. Aftur á móti vantaði af og til skýrleikann í spilamennskuna, eins og til dæmis í ásláttarkenndum öðrum kaflanum, sem hefði getað verið snarpari. Heildarmyndin var samt sann- færandi, og var þetta f lottur endir á tónleikunum. n NIÐURSTAÐA: Flutningurinn á píanóverkum Beethovens var stundum áhugaverður. Misjafnlega spennandi Beethoven Beethoven var einhver mesti snillingur sögunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is 26 Menning 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.