Fréttablaðið - 24.11.2021, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 24.11.2021, Blaðsíða 38
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Við viljum eyða út þessari setningu sem oft er sögð um að konur séu konum verstar. Elísabet Gunnarsdóttir odduraevar@frettabladid.is „Þetta gengur upp eins og venju- legur spilastokkur nema það er bara verið að spila með plöntutegundir,“ segir Guðrún Bjarnadóttir náttúru- fræðingur um Flóruspilið sem er í raun spilastokkur þar sem veið- maður er spilaður með íslenskar plöntutegundir og og meðfylgjandi fróðleik um plöntutegundirnar.  Þá hefur hún einnig gefið út sér- staka barnaútgáfu af spilinu sem hún kallar Blómaspilið. „Þetta er í raun bara metnaður hjá mér til þess að kenna fólki og fræða um náttúr- una okkar,“ segir Guðrún. Hún hefur undanfarið kennt grasafræði við Landbúnaðarháskól- ann og segir spilið henta hverjum sem er. „Almennt er plöntuþekking frekar lítil. Við búum í borgum og erum komin í burtu frá náttúrunni.“ Guðrún rekur einnig jurtalitunar- vinnustofuna Hespuhúsið í Ölfusi. „Fólk getur komið og kíkt í pottana og fræðst um þessa gömlu hand- verkshefð og spjallað um jurtir.“ Guðrún segist hafa fengið góð viðbrögð við spilinu. „Alveg ótrú- lega góð. Ég pantaði skammt sem ég hélt að myndi duga til jóla en hann kláraðist á fimm vikum,“ segir hún. Spilið fæst víða en finna má sölu- staði á hespa.is. Spilið gaf Guðrún út á íslensku, ensku og pólsku. Blómaspilið er svo kjörið fyrir börn að sögn Guðrúnar. „Það er samstæðuspil og fyrir börn niður í þriggja ára. Þar er bara nafnið á teg- undunum svo það sé hægt að byrja snemma að heilaþvo ungviðið.“ n Veiðimaður spilaður með blómum Fjórar vinkonur blása fimmta árið í röð til góðgerðar- söfnunarinnar Konur eru konum bestar. Elísabet Gunn- arsdóttir segir þær leggja upp með að eyða neikvæðu umtali kvenna hverra um aðrar. odduraevar@frettabladid.is Fimmta árið í röð blása vinkon- urnar Andrea Magnúsdóttir, Aldís Pálsdóttir, Nanna Kristín Tryggva- dóttir og Elísabet Gunnarsdóttir til til góðgerðarsöfnunarinnar Konur eru konum bestar. „Við erum gamlar vinkonur sem erum flestar eitthvað að vinna tengt tísku,“ útskýrir Elísabet, bloggari á Trendnet, og segir þær hafa lagt upp árið 2017 með það fyrir augum að eyða neikvæðu umtali. Verkefnið hefur verið árlegt frá 2017 og í fyrra var slegið söfnunar- met þegar 6,8 milljónir króna söfn- uðust fyrir Bjarkarhlíð. Allur ágóði sem safnast nú rennur til Stígamóta. Elísabet bjó erlendis um tólf ára skeið. „Ég kom oft heim og fannst ég alltaf fá þessar neikvæðu fréttir áður en ég fékk einhverjar góðar fréttir af fólki. Það var svolítið eins og þetta væri ísbrjóturinn þegar mér var sagt slúður af hinum eða þessum,“ segir hún. Elísabet segist hafa þótt þetta hugarfar afar dapurlegt. „Ég hef ekki áhuga á slíku. Við Andrea erum báðar mæður þannig að við fórum að tala um þetta. Ég nefndi þetta við hana hvað mér fyndist þetta glatað og að við þyrftum nú að gera eitthvað í þessu og að við vildum vera betri fyrirmyndir fyrir okkar stelpur og næstu kynslóð á eftir. Að þær detti ekki í þetta.“ „Við viljum eyða út þessari setn- ingu, sem oft er sögð, um að konur séu konum verstar og fórum fram og til baka hvernig best væri að gera þetta. En við erum miklar áhuga- konur um tísku og vildum gera góð- gerðarbol sem væri líka klæðilegur og endingargóður,“ segir Elísabet. „Og við höfum svo haldið í það, að gera bol sem fólk geti notað og finn- ist flottur.“ Öðruvísi byrjun í ár „Við erum að gera þetta öðruvísi en við höfum verið að gera þetta und- anfarin ár,“ segir Elísabet. „Í fyrra til dæmis vorum við búnar að blasta þessu út um allt áður en salan fór í loftið en í gær sviptum við hulunni af nýja bolnum,“ segir Elísabet og segir opnunina hafa verið rólegri í ár en ekkert verður hins vegar gefið eftir. Elísabet segir bolina sérstaklega töff í ár. Þeir eru svartir með svörtu letri en B-ið fær að haldast rautt því þær stöllur vilja undirstrika þessa góðu línu og eyða út annarri sem er oft notuð, eins og hún útskýrir það. „Þessi hugmynd fæddist yfir kaffi- bolla einhvern tímann fyrir löngu og svo árið 2017 gerðum við loksins eitthvað í því.“ Hún segir áhugann hafa aukist síðastliðin ár. „Svo var þessi spreng- ing í sölu í fyrra sem kom skemmti- lega á óvart því þetta var í fyrsta sinn sem við gátum ekki verið með viðburð út af svolitlu,“ segir Elísa- bet. Hún segir drifkraftinn ekki á undanhaldi hjá þeim vinkonum. n Berjast enn gegn neikvæðu tali kvenna um aðrar konur Elísabet Gunnarsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Aldís Pálsdóttir og Nanna Kristín Tryggvadóttir. MYND/AÐSEND Guðrún Bjarnadóttir með spil sem tileinkuð eru flórunni hér á landi. B ra n d e n b u rg | s ía ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI Á 1.690 KR. EF ÞÚ SÆKIR 34 Lífið 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.