Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2021, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 24.11.2021, Qupperneq 40
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Láru G. Sigurðardóttur n Bakþankar Í gær bárust mér sorgarfréttir. Sonur konu sem ég kynntist í Kaliforníu lést úr hjartastoppi. Fentanyl fannst í blóði mannsins sem var 28 ára og vann við að semja tónlist. Atvik þetta er ekki eins- dæmi. Andlát af völdum fentanyls jukust um 56 prósent í Bandaríkj- unum á síðastliðnu ári. Andstætt því sem maður gæti haldið eru fórnarlömbin ekki harðsvíraðir dópistar, heldur ungt vinnandi fólk. Nokkuð auðvelt virðist vera að nálgast fentanyl. Það er framleitt í Kína og sent áfram til Mexíkó þaðan sem því er dreift með nýstár- legum leiðum sem er ómögulegt að rekja. Dópsalar götunnar blanda síðan fentanyl í vörur sínar, en það hefur verið notað til að þynna út heróín, metamfetamín og kókaín. Fentanyl ku vera ódýrt í fram- leiðslu, en allt að fimmtíufalt sterkara en heróín. Líka banvænna. Mælingar sýna að 42 prósent af pillum innihalda lífshættulegan skammt. Allavega fyrir óharðnaða. Og það er engin leið fyrir neyt- endur að vita hve miklu hefur verið blandað saman við. Sem lyf getur fentanyl linað óbærilega verki sé það gefið rétt og af lækni, en líkt og með önnur mor- fínskyld lyf er það misnotað. Það skil ég að vissu leyti. Morfínskylt lyf sem ég fékk fyrir mörgum árum eftir fylgikvilla skurðaðgerðar sendi mig í aðra vídd. Sæluvídd. Eftir að áhrifin þurru kölluðu pill- urnar á mig líkt og gullhringurinn á Gollum, en ég fékk tvær með mér heim í nesti. Pillurnar enduðu í apótekinu til eyðingar en tilhugs- unin um gullið er mér minnisstæð. Fentanyl-faraldurinn sýnir ekki á sér fararsnið og spursmál hvenær hann nær fótfestu á Íslandi. Sem móðir ungra drengja hrýs mér hugur við tilhugsuninni um hið nýja götulyf. Því það þarf bara eitt augnablik í partíi. Einum skammti of mikið. Bara eina pillu. n Bara ein pilla Askja · Krókhálsi 11–13, 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi. Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland Askja býður öflugar hleðslulausnir fyrir allar stærðir fyrirtækja og heimila. Nánar á askja.is/hledslulausnir *Forsendur ábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit sem kaupandi ber kostnað af. Lestu meira um ábyrgðina á www.kia.com/abyrgd. ** Akstursdrægið var mælt í samræmi við staðlaða mæliaðferð ESB (WLTP) og miðast við 77,4 kWh rafgeymastæðu, afturhjóladrif og 19” álfelgur (mynd af ökutæki sýnir það á 20” felgum). Akstursvenjur og aðrir þættir, eins og hraði, útihitastig, landslag og notkun rafknúinna tækja/eininga hafa áhrif á raunverulegt akstursdrægi og geta dregið úr því. Ferðalögin sem breyta okkur mest eru þau sem fara með okkur út fyrir þægindarammann. Með allt að 528 km** drægi fer Kia EV6 með þig í ferðalag langt út fyrir ystu mörk ímyndunaraflsins. Komdu og reynsluaktu nýjum Kia EV6. Við tökum vel á móti þér. Farðu út fyrir ystu mörk hugans. 100% rafknúinn Kia EV6. ALLT AÐ SPARIÐ 50% Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.