Fréttablaðið - 30.11.2021, Side 8
Þetta lítur út eins og
málamiðlun milli
Vinstri grænna og
Sjálfstæðisflokksins og
sæmileg lausn.
Ólafur Þ. Harðar-
son, stjórnmála-
fræðiprófessor
við HÍ
Augnlæknastöðin í Kringlunni
hættir starfsemi.
Frá 1. desember 2021 mun Augnlæknastöðin Kringlunni hætta starfsemi.
• Brynhildur Ingvarsdóttir augnlæknir hættir störfum
• Eiríkur Þorgeirsson augnlæknir hættir störfum
• Kristján Þórðarson augnlæknir hættir störfum
• Elínborg Guðmundsdóttir augnlæknir flytur sína starfsemi
til Augnlækna Reykjavíkur, Hamrahlíð 17, sími 551 8181.
Bókanir sem gerðar hafa verið flytjast þangað.
• Harpa Hauksdóttir augnlæknir mun starfa hjá Sjónlagi
í Glæsibæ 5. hæð, sími 577 1001 frá janúar 2022.
Bókanir sem gerðar hafa verið flytjast þangað.
Með kveðju og þökk til skjólstæðinga
sem leitað hafa til okkar gegnum árin.
Vinstri græn koma ágæt-
lega undan stjórnarmyndun
þrátt fyrir að hafa misst
bæði heilbrigðisráðuneytið
og umhverfisráðuneytið, að
mati stjórnmálafræðipró-
fessors. Breytingar á stjórn-
sýslunni séu óvenju miklar.
kristinnhaukur@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Stólaskipti fóru fram í
gær í mikið breyttu ráðuneyti Katr-
ínar Jakobsdóttur, sem tilkynnt var
á sunnudag. Ráðherrum var fjölgað
um einn og fjölmargir fjárlaga-
liðir færðir á milli ráðuneyta. Til
að mynda var verkefnum mennta-
málaráðuneytisins sundrað í þrjú
ráðuneyti.
„Þetta eru óvenjulega miklar
breytingar við stjórnarmyndun,“
segir Ólafur Þ. Harðarson, prófess-
or í stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands. Segist hann ekki efast um
að hugsun liggi þarna að baki en
betri útlistanir vanti á hvers vegna
þetta var gert. Séu þetta mestu
breytingar síðan 2009 þegar ráð-
herrum var fækkað eftir hrun.
Hvað einstaka nýja ráðherra
varðar kom mörgum það á óvart
að Jón Gunnarsson tæki við taum-
unum í innanríkisráðuneytinu,
til átján mánaða. En arftaki hans,
Guðrún Hafsteinsdóttir, hefur
þegar lýst vonbrigðum yfir að taka
ekki við strax.
„Nú fer að síga á seinni hlutann
á ferli Jóns og líklegt er að verið
Miklar breytingar en valdahlutföllin stöðug
CYBER MONDAY
Okkar besta tilboð framlengt í 24-tíma!
10% afsláttur af dýnum og tveir
Sleepy Original koddar í kaupbæti
sleepy.is - Ármúli 17 - sími: 620 7200
Menntamálaráðuneytið var saxað niður og því skipt á milli þriggja ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Borgarstjórnin
Af tólf ráð-
herrum eru tíu
frá Reykjavíkur-
kjördæmunum
og Suðvestur-
kjördæmi. Hinir
koma frá Akra-
nesi og Syðra-
Langholti,
hvoru tveggja
í klukkutíma
akstursfjarlægð frá borginni.
„Ég man ekki eftir að þetta
hafi verið svona ójafnt,“ segir
Grétar Þór Eyþórsson, stjórn-
málafræðiprófessor við Há-
skólann á Akureyri, en í fyrsta
skipti á Norðausturkjördæmi
ekki ráðherra.
Grétar telur að þingreynsla
gæti hafa skipt máli, til að
mynda hjá Framsóknarflokkn-
um þar sem þrír ráðherrar eru
af höfuðborgarsvæðinu. Það
muni falla í skaut þingmanna að
halda uppi sjónarmiðum lands-
byggðarinnar.
Hann segir hina skökku skipt-
ingu umtalaða fyrir norðan.
„Kannski er þetta leið þingsins
til að rétta ójafnt vægi atkvæða
milli höfuðborgarsvæðisins og
landsbyggðar. Með því að snúa
þessu á haus þegar valið er í
ríkisstjórn,“ segir hann hæðnis-
lega.
Grétar Þór
Eyþórsson
Önnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur
n Katrín Jakobsdóttir, forsætis-
ráðherra
n Svandís Svavarsdóttir, mat-
væla-, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra
n Guðmundur Ingi Guðbrands-
son, félags- og vinnumarkaðs-
ráðherra
n Bjarni Benediktsson, fjármála-
ráðherra
n Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir, utanríkisráðherra
n Áslaug Arna Sigurbjörns-
dóttir, nýsköpunar-, iðnaðar-
og háskólaráðherra
n Guðlaugur Þór Þórðarson,
umhverfis-, orku- og loftslags-
ráðherra
n Jón Gunnarsson, dómsmála-
ráðherra til 2023
n Guðrún Hafsteinsdóttir,
dómsmálaráðherra frá 2023
n Sigurður Ingi Jóhannsson,
innviðaráðherra
n Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta
og menningarmálaráðherra
n Willum Þór Þórsson, heil-
brigðisráðherra
n Ásmundur Einar Daðason,
skóla- og barnamálaráðherra
Ýmis stefnumál detta út en önnur koma í staðinn
Aðeins í sáttmálanum 2017
n Fjölga hjúkrunarrýmum
n Tryggja fátækum tannlækna-
og sálfræðiþjónustu
n Afglæpavæða fíkniefnaneyslu
n Koma ungum og tekjulágum á
húsnæðismarkað
n Brúa bil milli fæðingarorlofs og
leikskóla
n Lækka tryggingagjald og tekju-
skatt á fátæka
n Stofna Miðhálendisþjóðgarð
n Heildarendurskoðun stjórnar-
skrár
n Þjóðarsjóð fyrir auðlindir
n Afnema virðisaukaskatt á
bókum
Aðeins í sáttmálanum 2021
n Fjölga heilsugæslustöðvum
n Efla gjörgæslu og bráðamót-
töku
n Sorgarleyfi
n Ódýrt leiguhúsnæði fyrir
aldraða og öryrkja
n Sveigjanleg starfslok aldraðra
n Auka þátttöku lífeyrissjóða í
innviðafjárfestingu
n Stækka Vatnajökulsþjóðgarð
n Einfalda og stytta meðferð
útlendingamála
n Banna olíuleit
n Stytta boðunarlista í fangelsi
Í báðum sáttmálum
n Draga úr greiðsluþátttöku
sjúklinga
n Efla geðheilbrigðisþjónustu
ungmenna
n Tryggja fjármögnun lögregl-
unnar
n Auka lóðaframboð
n Einfalda og styrkja bótakerfið
n Draga úr eignarhaldi á bönkum
n Endurskoða veiðilöggjöf
n Ísland verði utan ESB
n Kolefnislaust Ísland 2040
n Nýjan þjóðarleikvang
sé að verðlauna hann fyrir góðan
stuðning,“ segir Ólafur. Hvað varðar
skiptinguna veki skipun Willums
Þórs sem heilbrigðisráðherra hvað
mesta athygli. Sjálfstæðismenn
höfðu sóst eftir því og Guðlaugur
Þór var sterklega orðaður við ráðu-
neytið.
„Þetta lítur út eins og málamiðl-
un milli Vinstri grænna og Sjálf-
stæðisflokksins og sæmileg lausn.
Willum er ekki mikill hugsjóna-
maður, frekar pragmatískur og hóf-
samur. Það getur verið að hann auki
einkarekstur að einhverju leyti en
Framsóknarflokkurinn hefur lagt
áherslu á blandaðan rekstur heil-
brigðiskerfisins,“ segir Ólafur.
Þó að miklar tilfærslur hafi orðið
á stjórnsýslunni segir Ólafur að
valdahlutföllin hafi lítið breyst.
Framsókn fái auka ráðherra og
stækkaðan stól undir formann-
inn og Vinstri græn missi forseta
Alþingis til Sjálfstæðisf lokksins,
breytingar sem eru nokkuð í takt
við niðurstöður kosninganna.
Það sé ekki áfall fyrir Vinstri
græn að missa bæði heilbrigðis-
og umhverfisráðuneytið. Einkum
þar sem f lokkurinn hafi fengið
hið fjárfreka félagsmálaráðuneyti.
Samkvæmt stjórnarsáttmálanum
sé einmitt stefnan að gera skurk í
málefnum aldraðra og öryrkja og
endurskoða almannatrygginga-
kerfið, verkefni sem standa flokkn-
um nærri. Þá bíði stórt verkefni, að
breyta vinnumarkaðskerfinu og
færa það nær því skandinavíska.
Ýmis andvana fædd mál fyrri
stjórnar hafa verið lögð á hilluna
í nýjum sáttmála, svo sem stofn-
un þjóðarsjóðs, afglæpavæðing
neysluskammta og Miðhálendis-
þjóðgarður. Mikil áhersla er á lofts-
lagsmálin og velferðarmál en lítið
um umdeild mál á dagskrá. Enn þá
stendur þó til að draga úr eignar-
hlut ríkisins í bönkunum.
Ólafur segist ekki eiga von á öðru
en að stjórnin sitji út kjörtímabilið
en reynslan sé sú að annað kjör-
tímabil sé erfiðara en það fyrsta.
Liðið kjörtímabil hafi markast af
faraldrinum. „Þó að Covid hafi reynt
á fólk þá er faraldurinn ekki hægri-
vinstri mál og hann olli því að ýmis
deilumál komu ekki almennilega
upp á yfirborðið,“ segir hann. n
8 Fréttir 30. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ