Fréttablaðið - 30.11.2021, Side 26

Fréttablaðið - 30.11.2021, Side 26
 Til að hindra að andlits- maski skaði húðina þarf að hafa í huga að fleiri innihalds- efni jafn- gilda ekki betri maska. Andlitsmaskar eru mjög vinsælir og hægt er að kaupa þá í ýmsum útgáfum eða jafnvel búa þá til heima úr hráefnum úr ísskápnum. En til að þeir geri gagn þarf að velja vel. sandragudrun@frettabladid.is Doktor Chérie Ditre, prófessor í húðlæknisfræði við Pennsylvaníu- háskóla í Bandaríkjunum, segir í grein sem birtist á þarlendum læknavef að þó að andlitsmaskar geti gert gagn þá geti þeir líka verið skaðlegir. Sérstaklega ef þeir eru ekki notaðir rétt. Doktor Ditre segir að galdurinn við andlitsmaska sé sá að inni- haldsefnin úr honum haldist lengi í snertingu við húðina. Maskar eru nefnilega gæddir þeim eiginleik- um að mynda filmu sem bindur innihaldsefnin við húðina. Filman hjálpar til við að gefa raka, þurrka eða skrúbba húðina, allt eftir þeim innihaldsefnum sem eru í mask- anum. Með notkun andlitsmaska komast efnin fyrr inn í húðina en ef notuð eru hefðbundin krem. En það getur verið erfitt að finna rétta andlitsmaskann enda er framboðið alveg gríðarlegt og það sem hentar einum vel hentar ekki endilega öðrum. Veljið rétta maskann Rakagefandi næturmaskar sem innihalda hýlúrónsýru eru góðir fyrir þroskaða eða mjög þurra Maskar engin töfralausn  Mikilvægt er að velja andlits- maskann vel ef hann á að gera eitthvert gagn. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY húð. Leirmaskar geta dregið í sig olíu sem er gott fyrir feita húð en þeir geta líka haft þau áhrif að húðin flagnar örlítið. Bréfmaskar sem innihalda andoxunarefni eru rakagefandi og geta líka verið bólgueyðandi ef þeir eru geymdir í ísskáp. Ef ætlunin er að vinna á ungl- ingabólum er gott að velja maska sem inniheldur salisýlsýru og alfa-hýdroxýsýrur. Andoxunar- efni eins og C-vítamín, E-vítamín og resveratrol geta gagnast gegn fínum línum og hrukkum og einnig ferrúlsýra eða retínóíð eins og retínól eða retrínaldehýð og rakagefandi efni eins og hýalúrón- sýra. Gegn rósroða er best að velja maska sem inniheldur níasínamíð og gegn dökkum blettum er best að velja maska sem inniheldur eitthvað að eftirfarandi: kojic sýru, retínóíð eða C-vítamín. Ditre segir að þegar hentugur maski er fundinn sé gott að bæta honum inn í reglulega húðum- hirðu en þó þurfi að varast að nota hann of oft. Best er að nota hann ekki oftar en einu sinni í viku til að koma í veg fyrir ertingu. Meira er ekki betra Til að hindra að andlitsmaski skaði húðina þarf að hafa í huga að f leiri innihaldsefni jafngilda ekki betri maska. Það er í raun lík- legra að húðin verði fyrir ertingu ef listinn yfir innihaldsefnin er langur að sögn húðlæknisins. Þegar andlitsmaski er prófaður í fyrsta skipti er best að prófa hann fyrst á litlu svæði áður en hann er borinn á allt andlitið. Þá er gott að vera vakandi fyrir fylgikvillum eins og bólumyndun, roða eða sviðatilfinningu, ofsakláða, þurri eða f lagnandi húð og verkjum þegar gríman er fjarlægð. Ef þess- ara einkenna verður vart er líklegt að maskinn henti ekki. Doktor Ditre segir að andlits- maskar séu engin töfralausn við húðvandamálum. Mikilvægast af öllu sé að hugsa vel um húðina daglega. En ef andlitsmaskar eru rétt notaðir geta þeir þó hjálpað til við að viðhalda heilbrigðri húð. n Fátt er notalegra en að gefa sér tíma í smá dekur í ann- ríkinu í desember. Jólin eru á næsta leiti og kuldinn og myrkrið eykst með hverjum deginum. Gott dekur er gulli betra og nærir hvort tveggja húð og huga. Dekurpakkar og vellíðan er besta gjöfin. Það er dásamlegt að setja upplifun í öskju og gefa þeim sem þér þykir vænt um notalega stund. Það er tilvalið að gera sér dagamun í aðdraganda jólanna með því að skella sér í notalega dekurstund á Snyrtistofuna Ágústu í Faxafeni. Upplifun fyrir húð og huga „Draumurinn er vinsæll dekur- meðferðarpakki þar sem mark- miðið er að slaka vel á. Meðferðin hefst á notalegu baknuddi sem losar um þreytu og streitu. And- litsmeðferðin er síðan valin með þarfir hvers og eins í huga; mild hreinsun, gott nudd á andlit, axlir og höfuð og nærandi súrefnis- maski sem hefur endurnýjandi áhrif á húðina og hún verður silki- mjúk og ljómandi. Fótsnyrting er klassísk gjöf í jóla- pakkann og slær alltaf í gegn,“ segir Ágústa. „Fótsnyrting er nauðsyn- leg fyrir alla og það er mikilvægt að láta sér líða vel í fótunum á álags- tímum. Meðferðin byrjar á nota- legu fótabaði. Neglur eru klipptar og snyrtar og hörð húð á hælunum röspuð burt. Næst notum við milt og mjúkt kornakrem og pakkinn endar á dásamlegu fótanuddi. Á stofunni starfa snyrtifræðingar og tveir fótaaðgerðafræðingar og því erum við bæði með fótsnyrtingu og fótaaðgerðir,“ segir Ágústa. Fótaaðgerð er meðferð fóta- meina og unnin af fótaaðgerða- fræðingi en fótsnyrting er fyrir heilbrigða fætur og unnin af snyrtifræðingi. Augnháralengingar „Augnháralenging er ein vin- sælasta dekurmeðferðin sem við bjóðum upp á fyrir konur á öllum aldri. Stök augnhár eru límd á náttúrulegu augnhárin. Sveigja augnháranna, lögun og lengd er valin út frá því hvernig viðskipta- vinurinn vill hafa þau. Útkoman er glæsileg og í kjölfarið minnkar öll fyrirhöfn við dag- eða kvöld- förðun. Augnháralenging endist í allt að 4-6 vikur, eftir því hvernig vöxturinn er á náttúrulegu augn- hárunum sem límt er á. Þau endur- nýjast á nokkra vikna fresti sem er ástæðan fyrir því að það þarf að koma í lagfæringu. Við mælum með að konur komi í lagfæringu á 2-3 vikna fresti. Fyrir þær sem eru með ljós augnhár litum við augnhárin áður en meðferð hefst og því er tilvalið að bóka líka í augabrúnalitun og plokkun svo augnumgjörðin verði falleg. Augnháralengingar eru stór- sniðugar fyrir jólahátíðirnar og með þau er maður enga stund að hafa sig til fyrir öll jólaboðin.“ Mikil reynsla og þekking Á snyrtistofunni starfa átta snyrtifræðingar sem búa yfir mikill reynslu og þekkingu. „Fyrir fjórum árum fluttum við í glæsi- legt húsnæði að Faxafeni 5. Þar eru næg bílastæði og gott aðgengi fyrir viðskiptavini okkar. Við komum til móts við okkar viðskiptavini í desember og höfum aukið opn- unartímann því það er vinsælt að gera vel við sig. Við bjóðum upp á allar helstu snyrtimeðferðir eins og háreyðingu, microblading sem er varanleg förðun í augabrúnir og á augnlínu, vax og margt f leira. Við hlökkum til að taka á móti okkar viðskiptavinum í desember.“ n Nánari upplýsingar og tímapant- anir á snyrtistofanagusta.is og í síma 552-9070. Dekur í desember – vertu besta útgáfan af þér Starfsfólkið á Snyrtistofunni Ágústu tekur vel á móti þér í dá- samlegt dekur í aðdraganda jólanna, sem og allt árið. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Hin glæsilega Katrín Garðarsdóttir kom í augnháralengingu á Snyrti- stofuna Ágústu. Augnháralengingin gerir augnum- gjörðina glæsilega. Hárin eru valin út frá óskum viðskiptavinarins. Falleg augnhár gera mikið fyrir heildarútlitið og einfalda förðunina. Fyrir Eftir 4 kynningarblað A L LT 30. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.