Fréttablaðið - 30.11.2021, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 30.11.2021, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 30. nóvember 2021 thordisg@frettabladid.is Þeir sem unna klassískum ballett geta gert sér glaðan dag í dag þegar sá glæsti og undurfagri jólaballett, Hnotubrjóturinn, verður sýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins. Hnotubrjóturinn kemur öllum í jólaskap og er einstaklega aðgengi- legt verk til að kynna fyrir börnum og dansunnendum. Dansverkið er unnið eftir sögu E.T.A. Hoffmann en upprunalegir danshöfundar voru Marius Petipa og Lev Ivanov. Töfrandi tónlistin er eftir rússneska tónskáldið Pjotr Iljitsj Tsjaíkovskíj. Atvinnudansarar framtíðar Hnotubrjóturinn er ævintýri fullt af töfrum og gleði. Sagan hefst í jólaboði þar sem Drosselmeyer frændi, göldróttur úra- og leik- fangasmiður, gefur guðdóttur sinni, Klöru, hnotubrjót í álögum en sem lifnar við eftir að Klara sigr- ar músakóng í bardaga. Klara og prinsinn fara svo í töfraheim þar sem hvert ævintýrið rekur annað. Það er Klassíski listdansskólinn og Óskandi sem taka höndum saman og setja nú upp Hnotubrjót- inn. Dansararnir eru á mismun- andi aldri og með aðalhlutverk fara nemendur á framhaldsbraut í listdansi sem eiga framtíðina fyrir sér sem atvinnumenn í faginu. Blandað er saman nútímalistdansi og klassískum ballett. Tvær sýningar verða á Hnotu- brjótinum í Borgarleikhúsinu í dag; klukkan 16.30 og 19.30. Miða- sala fer fram á tix.is. ■ Hnotubrjóturinn lifnar við í dag Hér svífa þau Klara og hnotubrjótur- inn. MYND/GUNNLÖÐ RÚNARSDÓTTIR Undraverður árangur til bættrar heilsu og aukinna lífsgæða Heilsa og útlit, Hlíðasmára 17, er fjölbreytt heilsulind þar sem vellíðan skiptir mestu máli. Heilsulindin sérhæfir sig meðal annars í sogæðameðferðum með Weyergans heilsutækjum. 2 Heilsa og útlit fékk nýlega infrarauðan hitaklefa sem veitir ekki aðeins góða afslöppun heldur eykur hugarró og vellíðan. Hér er Sandra í klefanum en í honum er hægt að stunda líkamsrækt, jóga eða aðrar æfingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.