Fréttablaðið - 30.11.2021, Blaðsíða 12
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
En þetta er
málamiðl-
un, augljós
bræðingur
þriggja
stjórn-
málaflokka
sem hafa
látið ýmis-
legt fara í
taugarnar á
sér á síð-
ustu árum.
Ábyrg
kolefnis-
jöfnun er
grundvall-
arþáttur í
heildstæðri
loftslags-
stefnu
og hluti
af veg-
ferðinni að
kolefnis-
hlutleysi.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Ferskur fiskur og fiskréttir,
lax á grillið og humarsúpan í hádeginu.
Sjávarhornið - fiskverslun, Bergstaðarstræti 14
Votlendissjóðurinn hefur frá því í byrjun árs tekið
þátt í þverfaglegri vinnu Loftslagsráðs og Staðlaráðs
um ábyrga kolefnisjöfnun. Tilgangurinn er að stuðla
að sammæli um aðferðir við mælingar og útgáfu
kolefniseininga, miðlæga skráningu á útgáfu þeirra og
sammæli um ábyrgar yfirlýsingar um kolefnisjöfnun á
samkeppnismarkaði. Fulltrúar framleiðenda og kaup-
enda kolefniseininga ásamt fulltrúum stjórnvalda og
sérfræðingum í loftslagsmálum hafa tekið þátt.
Ábyrg kolefnisjöfnun er grundvallarþáttur í
heildstæðri loftslagsstefnu og hluti af vegferðinni að
kolefnishlutleysi. Vottun kolefniseininga er ein helsta
forsenda þess að hægt sé að nota þær á ábyrgan hátt til
kolefnisjöfnunar; kerfið í heild þarf að vera óháð bæði
seljendum og kaupendum og viðmiðin þurfa að sam-
ræmast alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði.
Frá upphafi hefur Votlendissjóðurinn unnið með
Landgræðslunni í sínum framkvæmdum. Að fram-
kvæmdum loknum metur Landgræðslan árangurinn
og færir í landsbókhald um stöðvun losunar. Sú vinna
er unnin í samræmi við viðurkenndar aðferðir Milli-
ríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál.
Stjórn Votlendissjóðs hefur frá áramótum unnið að
því að skoða og meta stöðu sjóðsins gagnvart alþjóð-
legri vottun á kolefniseiningum sem verða til við
endurheimt votlendis á vegum Votlendissjóðs. Verk-
fræðistofan Efla hefur tekið þátt í þessari vinnu með
sjóðnum og niðurstöður vinnunnar liggja núna fyrir
og er vinnan þannig komin á næsta stig hjá sjóðnum.
Ferlið er bæði dýrt fyrir einkarekinn sjóð og tekur
tíma þrátt fyrir að undirbúningur sé þegar hafinn.
Markmið vinnunnar er að innan fárra missera geti
Votlendissjóður boðið íslenskum fyrirtækjum og
fyrirtækjum á alþjóðamarkaði vottaðar einingar sem
nota má til kolefnisjöfnunar.
Fyrst og fremst vill sjóðurinn að kolefniseiningar
hans séu virtar í alþjóðlegu umhverfi og fyllilega sam-
keppnishæfar á þeim markaði sem nú þróast hratt í
aðgerðum til að stemma stigu við hlýnun loftslags.
Jafnframt er sjóðurinn að svara kalli íslenskra fyrir-
tækja á alþjóðamarkaði um að geta fengið alþjóðlega
vottaðar einingar. n
Vottuð kolefnisjöfnun
Einar Bárðarson
framkvæmda-
stjóri Votlendis-
sjóðsins
benediktboas@frettabladid.is
Starfsdagur í ráðuneytum
Ný ríkisstjórn tók til starfa í
gær með öllum sínum breyt-
ingum. Eins og frægt er var
ráðuneytum skipt upp og ný
urðu til. Það leiddi til ákveðins
ruglings meðal starfsfólks
ráðuneytanna því enginn vissi
hvar viðkomandi var að vinna.
Óvissan var mikil og pökkuðu
margir saman sínu hafurtaski
niður í kassa en fengu svo
engin svör um hvort þeir yrðu
áfram starfsmenn þessa ráðu-
neytis eða hins.
Starfsmenn líktu þessu við
starfsdag í skólum þar sem allt
var á fullu en samt ekkert að
gerast.
Formaður hér
og formaður þar
Gott dæmi um ruglinginn sem
læddist út í gær var að Bjark-
ey Olsen hefði verið gerð að
formanni fjárlaganefndar og
Bjarni Jónsson var gerður for-
maður utanríkismálanefndar í
tilkynningu frá VG.
Eftir að fjölmiðlar birtu
tilkynninguna kom í ljós að
VG hefði orðið á í messunni
og var ný tilkynning því send
út auk þess sem samskipta- og
viðburðastjóri þingflokksins
hringdi í fjölmiðla og bað um
að skipta um tilkynningu. Þar
var búið að taka fjárlaganefnd-
ina af Bjarkey og utanríkis
Ýmislegt verður lesið á milli línanna í
nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar
Katrínar Jakobsdóttur og þá ekki
síður í skiptingu ráðuneyta og þeim
miklu verkefnatilfærslum sem verða á
milli þeirra á nýju kjörtímabili.
Á yfirborðinu er nýja verkaskiptingin sögð
eiga að endurspegla verkaefnaáherslur stjórnar-
innar og þann nýja þankagang sem þekkist vel
á hinum Norðurlöndunum þar sem ráðuneyti
hafa í seinni tíð lagað sig að stefnumörkun
stjórnvalda hverju sinni.
En gott og vel, pirringurinn er samt sem áður
augljós. Vinstri grænum er ekki lengur treyst
fyrir umhverfis- og heilbrigðismálum og missa
þá yfir til Sjálfstæðisflokksins, helsta virkjana-
flokks landsins, sem tekur yfir orku náttúr-
unnar, svo svíður undan í baklandi róttækra
umhverfisverndarsinna sem óttast þá ákvörðun
að fella orkumál og náttúruvernd undir sama
ráðuneyti, en með þeim ráðahag sé hætta á að
fjársterkir aðilar sem sækist eftir að virkja og
spilla íslenskri náttúru fái mun meira vægi í
ákvarðanatöku og jafnvægi í stjórnsýslu sé þar
með raskað.
Þetta er nokkur sopi að kyngja.
Á sama tíma taka Vinstri græn yfir allan mála-
flokk hælisleitenda og innflytjenda og flytja
hann úr gamla dómsmálaráðuneyti íhaldsins
yfir í félagsmálaráðuneytið og forsætisráðuneyt-
ið, en þessi viðkvæmi málaflokkur í höndum
hægrimanna hefur verið sem eitur í beinum
vinstrimanna um margra ára skeið.
Þetta er hefndin fyrir að tapa náttúrunni.
Og svo fær Framsóknarflokkurinn heilbrigðis-
ráðuneytið, heitustu kartöfluna við ríkisstjórn-
arborðið, en fastatök Svandísar Svavarsdóttur á
þeim pósti hafa farið fyrir brjóstið á einkafram-
taksmönnum í heillangt kjörtímabil, en auð-
veldlega má lesa það út úr verkefnahringekjunni
sem fór af stað á síðustu vikum sáttmálagerðar-
innar að allt var gert til að koma í veg fyrir að
Sjálfstæðisflokkurinn hreppti það ráðuneyti.
En þetta er málamiðlun, augljós bræðingur
þriggja stjórnmálaflokka sem hafa látið ýmis-
legt fara í taugarnar á sér á síðustu árum og
reyna nú að læra af fýluköstunum frá því sem
áður var.
En merkilegustu tíðindin eru vitaskuld þau
að pólitísku öfgarnar innan veggja Alþingis nái
aftur saman og stefni á átta ára samstarf hið
minnsta, eins og ekkert sé sjálfsagðara, en það
er bæði einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu og
þvert á það sem þekkst hefur á hinum Norður-
löndunum þar sem flokkablokkir eru ekkert
fyrir það að vinna saman. n
Pirringur
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 30. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGUR