Heilsuvernd - 01.12.1946, Blaðsíða 10

Heilsuvernd - 01.12.1946, Blaðsíða 10
Lausnin á gátu sjúkdómanna. Fram að síðustu árum hsfir það ekki þótt hlýða, að alþýðumenn eða aðrir en læknar legðu orð í belg um heilbrigðismál eða læknisfræðileg mál. Þau hafa þótt algsr sérmál lækna, og próflærðum læknum einum fært eða sæmilegt um þau að fjalla. En nú hafa í ýmsum löndum komið fram vel menntaðir menn aðrir en læknar, sem ræða og rita um heilbrigðis- málin, gefa út rit og bækur um þessi efni og það af þeirri þekkingu, að læknar mættu þykjast vel sæmdir af. En mörgum læknum er þetta þyrnir í augum. Þeir kunna því illa, að aðrir þykist vita jafnvel eða betur en þeir. Spinnast út af þessu deilur, þar sem læknar standa nokkuð höllum fæti, ekki sízt vegna þess, að þeir eru sjálfir innbyrðis ósammála um veigamikil atriði heil- brigðismálanna. „Dissentiunt medici“, segir gamalt lat- neskt orðtæki. „Læknar eru ekki á einu máli“. Auk þess er læknisfræðin alltaf að breytast. Margt af því, sem áður var talið óræk vísindi, er nú álitið rangt. Einn þeirra manna, sem mikill styrr stendur nú um, er A.RE WAERLAND, sem ég sagði nokkuð frá í síðasta hefti. Waerland hefir verið fundið það til foráttu, a& hann hafi ekki tekið próf í læknisfræði. Þetta er rétt. Og ástæðan er sú, að hann ætlaði sér aldrei að verða læknir og þurfti því ekki á prófstimpli að halda. En í hálfa öld, eða frá tvítugsaldri, hefir hann lagt stund á læknisfræði og manneldisrannsóknir. Hann hefir varið allri starfsævi sinni í það að komast að hinu sanna um orsakir sjúk- dóma. Og hann þykist hafa leyst þá gátu. Eftir þennan langa náms- og rannsóknarferil er Waer-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.