Heilsuvernd - 01.12.1946, Blaðsíða 12

Heilsuvernd - 01.12.1946, Blaðsíða 12
Jónas Kristjánsson: Á fyrirlestri hjá Are Waerland. f síðasta hefti sag'ði ég nokkuð frá starfi Are Waer- lands i Svíþjóð. Ég mun hér segja nánar frá kynnurn mínum af honum. Meðal menningarþjóðanna er fullkomin heilbrigði afar fágæt. Margir eyða svo ævinni, að þeir taka sjald- an á heilum sér, og læknisfræðin fær ekki við gert. I þessum jarðvegi vanheilsu og vanmáttar eru sprottnir upp menn eins og Waerland og margir aðrir, sem vænt- anlega verður sagt frá srnátt og smátt i HEILSUVERND. Ég' kynntist fyrst þessum manni af lestri fyrstu bók- ar hans, sem kom út á ensku árið 1934, en Waerland dvaldi í Englandi samfleytt í 15 ár. Bókin heitir „In the cauldron of disease“ — í nornakatli sjúkdómanna. Ég hafði kyiinzt i London öldruðum lækni, einum þekktasta skurðlækni Englendinga, Sir William Arbuth- not Lane. Hann ritaði formála að þessari bók Waerlands og lauk á hana miklu lofsorði, svo og á höftind hennar. „Hún sameinar það tvennt, að fræða alla menn, bæði lækna og leikmenn, um þau mál, sem varða mestu um líf og heilsu manna; og jafnframt er bún skemmtileg aflestrar eins og ævintýri“, sagði Sir Arbuthnot við mig og réð mér til að kaupa hana og lesa. Síðan hefir Waerland gerzt hinn afkastamesti rit- höfundur um manneldismál og heilsurækt. Þrjár af bókum hans hafa verið þýddar á íslenzlcu, Sannleikur- inn um hvítasykurinn og Matur og megin, og hin þriðja er nýkomin út, litið kver, sem heitir Heilsan sigrar og

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.