Heilsuvernd - 01.12.1946, Blaðsíða 15

Heilsuvernd - 01.12.1946, Blaðsíða 15
HEILSUVERND / leiðir okkar saman í baðstofu, þar sem við fengum okk- ur finnskt bað, og fyrir aukaþóknun gat ég fengið nucld á allan skrokkinn. Almenningsálitið. Ég varð þess var, að allmargir hinna yngri lækna hneigjast að kenningum Waerlands. En flest- ir læknar liafa frá öndverðu tekið upp andúð gegn þeim og vilja svo ekki viðurkenna, að hann hafi rétt fyrir sér, jafnvel þótt þeir verði í öðru orðinu að játa, að hann hafi mikið til síns máls og' þeir sveigist jafnvel meir og meir inn á aðferðir hans. Hafa hörð átök átt sér stað, þótt þeim röddum sé að fækka, sem ráðast á Waerland, og þær verði ekki eins háværar. Enda sækja læknar sannarlega ekki gull í greipar hans. Og svo eru auk þess blöðin tekin að snúast á sveif með Waerland og almenningsálitið, eftir að hann hefir gefið fólkinu óyggjandi sannanir fyrir réttmæti kenninga sinna. Hugsjónamaður. Ég liefi varla talað við eða kynnzt manni hugsjónaauðugri en Waerland. Gætir þar áhrifa þess, að hann hefir lesið jöfnum höndum læknisfræði, heilbrigðisfræði og lieimspeki. Ég tilfæri annarstaðar í ritinu nokkrar setningar úr einni bók Waerlands, en þær brenndu sig sérstaklega inn í huga minn. Og þær hugsanir, sem þar eru fram settar, eru grunntónninn í ræðum og ritum Waerlands. Raunhyggjumaður. Ég dáist að Waerland sem hug- sjónamanni í l)ezta skilningi þess orðs, en um leið og ekki síður sem raunhyggjumanni, því að hann liefir fært sönnur á, að hugsjónir hans eru framkvæmanlegar og' bera hinn bezta ávöxt fyrir þroska, heilhrigði og hamingju manna. Ég' endurtek það, að Waerlahd hefir tvímælalaust unnið meira afrek í þágu læknis- fræðinnar og heilbrigði allrar alþýðu en nokkur annar maður. Hin lögverndaða allópatiska læknisfræði ynni vissulega meira og þarfara verk allri alþýðu til lianda, ef hún færði sér í nyt kenningar og reynslu Waerlands í stað þess að ýfast við þeim. En ég verð að segja það

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.