Heilsuvernd - 01.12.1946, Qupperneq 21
Jónas Kristjánsson:
Munurinn á almennum lækningum og
náttúrulækningum.
Náttúrulækningastefnan, eins og hinir lærðustu lækn-
ar hafa skýrt liana og skilgreint, t. d. dr. John JJarvey
Kellogg í Ameríku, dr. Bircher-Benner í Sviss og pró-
fessor Alfred Brauchle í Þýzkalandi, er frábrugðin hinni
almennu háskólalæknisfræði í allþýðingarmiklum
grundvallaratriðum, er snerta líf og' heilsu manna og
lækningu á sjúkdómum. Mikill hluti starfs flestra lækna
fer til þess að gera við sjúkdómseinkenni, án þess að
skeytt sé um orsakir þeirra, sem eru annaðhvort tald-
ar óþekktar eða eru ekki viðurkenndar. Náttúrulæknarn-
ir skýra heilbrigði og sjúkdóma út frá þeim grundvelli,
að allt líf á jörðu hér er háð ákveðnu náttúrulögmáli
og heilbrigði og þroski séu bundin við hlýðni og holl-
ustu við þetta lögmál.
Náttúrulæknirinn segir sem svo:
1. Flestir sjúkdómar eru afleiðingar af ónáttúrlegum
lifnaðarháttum, t. d. óeðlilegu mataræði, neyzlu eitur-
lyfja eða nautnavara, óheppilegum vinnuskilyrðum,
slæmu andrúmslofti, lítilli lireyfingu og útivist o. s. frv.
2. Eina leiðin til að útrýma þessum sömu sjúkdóm-
um er að ráða bót á orsökunum, þ. e. færa lifnaðarhætt-
ina í náttúrlegt horf, eftir því sem við verður komið. Ef
þetta væri gert, mundu sjúkdómarnir hverfa af sjálfu
sér.
3. Bezti læknirinn er náttúran sjálf, þ. e. lækninga-
máttur hins rétt nærða líkama. Áhrifaríkasta aðferðin