Heilsuvernd - 01.12.1946, Page 22

Heilsuvernd - 01.12.1946, Page 22
14 HEILSUVERND við lækningu sjúkdóms er því fólgin i þessu þrennu: a) Að taka fyrir orsakir sjúkdómsins — eða sjúkdóm- anna, sem oftastnær fara margir saman, — með því að breyta mataræði sjúklingsins og öðrum lífsvenjum á viðeigandi hátt. b) Að bægja frá lionum öllum óhollum áhrifum eða efnum, þar á meðal flestum lyfjuin, sem yfirleitt eru annaðhvort óþörf eða skaðleg og sum bein- línis liættuleg, sérstaklega ef þeim er ekki beitt af ýtr- ustu nákvæmni og kunnáttu. c) Að aðstoða lækninga- mátt líkamans með ýmsum ráðum: heitum og' köldum böðum eða bökstrum, sólböðum, loftböðum, föstum, líkamsæfingum o. s. frv., eftir þvi sem við á i hvert sinn. En ráð þessi miða ýmist að því að hjálpa hreins- unartækjum líkamans og örva þau og flýta þannig fyr- ir tæmingu skaðlegra efna, sem oft hafa safnazt mjög fyrir innan líkamans, eða að því að herða hann og auka þannig viðnáms- og varnarþrótt lians gegn sýkingaröfl- unum, og loks að því að hvíla hann og verja gegn skað- legum ytri áhrifum, til þess að hann geti gefið sig ó- skiptur að lækningastarfinu. Náttúrulæknar liafa verið upp á öllum öldum. Og náttúrulækningastefnan er jafngömul læknisfræðinni sjálfri, því að „faðir læknisfræðinnar“, Grikkinn Hipp- ókrates, var náttúrulæknir (400 árum f. Kr.). Náttúran sjálf og glögg eftirtekt viturra manna voru liinir fyrstu kennarar í læknisfræði, ekki sízt Hippókratesar. Ann- ars var allri læknisfræði lengi vel mjög ábótavant og er enn. Og einmitt það, bve hinni almennu liáskóla- læknisfræði miðar seint að lækna sjúkdóma og útrýma þeim, hefir gefið náttúrulækningastefnunni byr undir báða vængi. Hinsvegar hefir árangur af starfi náttúru- lækna orðið minni en ella fyrir þá sök m. a., að venju- lega leita sjúklingar ekki til þeirra, fyrr en eftir að hafa gefið upp alla von um bata með hinum venjulegu lækningaaðferðum, en þá er það oft um seinan. Auk

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.