Heilsuvernd - 01.12.1946, Qupperneq 23
HEILSUVERND
15
þess liafa margir ranglega kallað sig eða verið kallaðir
náttúrulæknar. Og auðvitað hefir læknastéttin, sem
jafnan hefir haft horn í síðu þeirra, gripið fegins liendi
livert tækifæri til árása á náttúrulæknana og til að
koma óorði á þá, kallað þá skottulækna o. s. frv. En
þeir gleyma því, að á öllum öldum hafa innan lækna-
stéttarinnar sjálfrar verið uppi fúskarar og tals-
verður hluti af nútíma lyfjalækningum er ekkert ann-
að en hreinar skottulækningar, eins og vikið verður að
hér á eftir.
Á síðari áratugum hefir náttúrulækningastefnan átt
vaxandi fylgi að fagna meðal almennings og lækna.
Margir þekktir læknar hafa tekið hana upp á arma
sína og komið henni á öruggan vísindalegan grundvöll
sem er byggður á því lögmáli, sem ræður lífi og heil-
hrigði og styðst í senn við sögulegar staðreyndir, athug-
anir og reynslu úr lífi einstaklinga, heilla þjóða og ým-
issa dýra, og loks við vísindalegar tilraunir og rann-
sóknir. Hin almenna læknisfræði og læknastéttin í heild
er smátt og smátt að þokast í sömu átt, með því að við-
urkenna í meginatriðum kenningar náttúrulækninga-
stefnunar og taka upp ýmsar aðferðir náttúrulækna.
Má sem dæmi nefna það, að margir þekktir læknar, er-
lendis og hér á landi, hafa í seinni tíð gagnrýnt mjög
notkun hins hvíta hveitis og mælt með heilhveiti í stað-
inn. Og í nýútkomnum bókum, sem ætlaðar eru lækn-
um og læknaefnum, staðfesta viðurkenndir læknar og
fræðimenn gamlar og nýjar kenningar náttúrulækna
um gildi fæðunnar og einstakra matvæla fyrir lieilsuna
og sambandið milli lifnaðarhátta og sjúkdóma.
Ef sjúklingur kemur til læknis og spyr: Af liverju
stafar gigt, eksem, tannáta, botnlangabólga, magasár,
krabbamein o. s. frv., þá er svarið venjulega, ef læknir-
inn er hreinskilinn: Það vitum við ekki. Sjúkdómafræð-
in telur um 20 þúsundir sjúkdómalieita. Og samt er það