Heilsuvernd - 01.12.1946, Síða 25

Heilsuvernd - 01.12.1946, Síða 25
HEILSUVERND 17 um“ eða „vísindalegum“ aðferðiun og tækjum, svo sem uppskurði, lyf o. s. frv., sem útheimta mikla tækni og mikinn „lærdóm“ og gefa því almenningi þá hugmynd, að þar sé hámark alíra læknavísinda, en að hinar ein- földu og „náttúrlegu“ aðferðir náttúrulæknanna séu kukl eitt. En við þessu er það að segja, að það eru lield- ur ekki allt visindi, sem gefið er það nafn, og margt kuklið er framið i nafni og undir yfirskyni vísindanna, eins og' sýnt verður með dæmunum hér á eftir, sem eiga fyrst og fremst að sýna muninn á aðferðum náttúru- lækna og almennra lækna. 1. Tregar hægðir eru sjúkdómur, sem jafnan er lítill gaumur gefinn af læknum sem leikmönnum. Þessi sjúkdómur er samt einn hinn allra algengasti meðal menningarþjóðanna, og sumir læknar liafa nefnt hann „sjúkdóm sjúkdómanna“ vegna hinna margvíslegu afleiðinga og sjúkdóma, sem af honum hljótast. Meginorsakir sjúkdómsins eru í flestum tilfellum skortur lifandi og náttúrlegrar fæðu, skortur grófefna, fjörefna og málmsalta í viðurværinu. Yöðvar og vegg- ir þarma og ristils verða slappir af næringarskorti og aðgerðarleysi i senn, samdráttarhæfileikar þeirra dvína, svo að þeir megna ekki að tæma ristilinn á eðlilegan hátt. Hin venjulega lækningaaðferð er fólgin i því, að gefa sjúklingnum meðul, sem hafa það hlutverk að fylla út í þarmana eða erta þá, til þess þeir taki til starfa. Lyf þessi flytja líkamanum enga næringu, en i flestum þeirra eru skaðleg efni, sem vinna líkamanum tjón, þótt menn geri sér það ekki ljóst. Hvert hægðalyf verð- ur venjulega áhrifalaust eftir nokkurn tíma, og þá er gefið annað sterkara og svo koll af kolli. Þessi aðferð tekur ekkert tillit til frumorsakanna. Læknirinn sér að- eins slappa og aðgerðarlausa þarma. Hann spyr sig ekki, hversvegna þeir séu svona komnir, heldur pínir hann

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.