Heilsuvernd - 01.12.1946, Page 30
22
HEILSUVERND
í húðsjúkdómum, sem gaf mér úrskurð um, að þetta
væri eksem. Hann ráðlagði mér Ijóslækningu, er ég
skyldi taka í röntgendeild Landsspítalans í nokkur skipti
til reynslu. Eftir að ég hafði verið þar nokkrum sinn-
um í ljósum, brá svo við, að sárið fór að þorna upp og
gróa, og var það að fullu gróið eftir mánaðartíma. Kunni
ég mér nú ekki læti og var að vonum ánægður yfir
þessari skjótvirku læknisaðferð, er reyndist með slík-
um ágætum.
Skammvinnur vermir. En þetta varð því miður stutt
gaman. Eftir tæpa 6 mánuði fékk ég lítilsháttar úthrot
á vinstri fótlegg, er smáágerðist, eftir því sem dagar liðu.
Fyrst í stað hafði ég ekki ýkja mikinn ldáða eða sviða
í þessum nýju útbrotum. En þar kom, að ég' taldi ráð-
legra að leita til míns ágæta sérfræðings aftur. En í
þetta sinn taldi hann , að hin nýju útbrot, sem einnig
voru eksem, væru ekki þess eðlis, að Ijóslækning kæmi
að gagni. I þess stað ráðlagði hann mér nú áhurð, er
ég skyldi bera vandlega á sárið daglega og', leggja svo
umhúðir yfir. Gerði ég eins og' fyrir mig var lagt, og
virtist svo sem sárið ætlaði áð gróa. En þegar minnst
varði, hljóp í það ofsakláði samfara mikilli úrferð, og
vessaði og' vall úr oft án afláts dögum saman. Fór þessu
fram um langan tíma, að sárið ýmist greri eða spillt-
ist, samfara óþolandi ertingi og óþægindum. Það skal
tekið fram, að ég geng' þess ekki dulinn, að máske liafi
einhverju verið ábótavant með umhirðu sársins; ef
til vill hefi ég ekki verið nógu árvakur að skipta um
áburð og umbúðir, er sjúkdómurinn var á þessu stigi,
þótt vissulega væri ég orðinn vel öruggur og þjálfaður
í þessu.
Og svo liðu dagar, mánuðir og ár, að hvorki rak né
gekk með þennan þráláta sjúkdóm. Ég var satt að segja
farinn að taka þessum ófögnuði með umburðarlyndi
hins langþjáða manns, er setur allt sitt traust á vísinda-
legar niðurstöðu sérfræðinnar og' bíður átekta.