Heilsuvernd - 01.12.1946, Qupperneq 32
24
HEILSUVERND
jafnfljótt og þær komu. En um kvöldið var ég allur
orðinn útsteyptur í andliti og byrjaSur aS steypast út
á höndum og fótum, svo aS útliíiS fór aS verSa allt
annaS en glæsilegt. Ég sýndi þetta Ólafi Jóhannssyni,
er þá var næturlæknir, og tjáSi hann mér, aS öll líkindi
væru fyrir því, aS þetta væri eksem á slæmu stigi. Gaf
liann mér ávísun á áburS, einhverskonar penisilin-
blöndu, er ég skyldi nota til reynslu. Næstu daga steypt-
ist svo aS segja allur líkaminn út, og fylgdi þvi ákafur
sviSi og kláSi um allan kroppinn. Mest óþægindi hafSi
ég á hálsi undir kverkinni, og svo á höndum, er allar
blésu upp og bólgnuSu, jafnframt því sem húSin herpt-
ist saman og' sprakk, svo aS stórir skurSir mynduSust,
sumir svo djúpir, aS nærri stóSu í beini. Þá bólgnaSi ég
einnig' i andliti, sérstaklega kringum augun, og svo ann-
arsstaSar, svo sem í nefgöngum, eyrum og á kinnum.
GerSist nú líSan mín hin versta, einkum átti ég bágt
meS svefn vegna sviSa og kláSa, er oftast gerSi mest
vart viS sig, er ég' ætlaSi aS njóta kyrrSar og hvíldar.
Ég flý enn á náðir sérfræðinnar. Er hér var komið
málum, gerSi ég' aSvart áSurgreindum sérfræSingi i húð-
sjúkdómum, er skoSaSi mig og' staðfesti, aS um eksem
á slæniu stigi væri að ræða. Gaf hann mér áburS, er ég
skyldi núa fast og vel inn í hörundið, og einnig hvítt
duft (talkúm), er ég skyldi úða á, þar sem sviði og
kláði væri mestur. Þá ráðlagði læknirinn mér, aS ég
skyldi gæta hófs í mataræði, a. m. k. í nokkra daga, og
sjá liverju fram yndi.
Það er skemmst frá að segja, að þessi læknisaðferð
sérfræðingsins bar ekki hinn minnsta árangur. Þvert
á móti mátti svo segja, að mér versnaði dag frá degi.
Fór nú að bera á einhverskonar ofnæmi í mér, er lýsti
sér i því, að ég var til dæmis ákaflega næmur fyrir öll-
um veðrabreytingum, og; bólgnaði þá og þrútnaði venju
fremur, sérstaklega í andliti og á höndum. Ég hafði þó
samband við lækninn um hrið og fór að hans ráSum.