Heilsuvernd - 01.12.1946, Blaðsíða 39

Heilsuvernd - 01.12.1946, Blaðsíða 39
HEILSUVERND 31 við þá tók ég mér sumarleyfi og' lifði i sveit fulla tvo mánuði. Lifði reglubundu lífi, en batinn fannst mér lítill. Kom ég' heim er Iiausta tók, en illa haldinn og þótti mér súrt í brotið. í lok ársins 1938 kom Jónas Kristjánsson læknir á Sauðárkróki hingað til Reykjavíkur. Hafði liann þá lát- ið af embætti nyrðra. Stofnaði hann hér Náttúrulækn- ingafélag Islands og tók að starfa hér í bænum. Fór ég þegar á fund lians og sagði honum frá þessu vandræða- ástandi mínu. Þegar hann liafði hlýtt á mál mitt, sagði hann mér, að um hrörnunarsjúkdóm væri liér að ræða. Hefði ég' fengið liann af óhollri og dauðsoðinni fæðu. Þetta væru veikindi, sem þjáðu marga að meiru eða minna leyti. Þetta mætti lækna með þvi að gjörbreyta lifnaðarháttum. Fór liann mörgum fræðilegum og fögr- um orðum um þetta. Sagði liann það vera mest á mínu valdi um hata minn. Yildi ég' fara eftir lians ráðum, væri batinn vís, annars ekki. Þegar liann hafði lokið máli sínu, fannst mér ég vera orðinn talsverður lieilsu- fræðingur. Sór ég það helgum vættum öllum, að halda hans boðorð. Gerði ég' þetta eftir fremsta megni. Fór ég að finna til bata eftir tvo mánuði, og að tveimur ár- um liðnum fannst mér ég vera alheill. Lifi ég' nú og leik mér sem ungur væri, þótt ég sé kominn á efri ár. Hefi ég ágætt starfsþrek og starfsvilja, mér líður vel, og ég lít nú björtum augum á lífið eins og vera ber. Ekki er liér rúm til að tilfæra leiðsögn Jónasar nán- ar í hinum einstöku atriðum. En að lokum vil ég' segja þetta: Það er gott og gagnlegt að eiga tal við Jónas Krist- jánsson lækni. Hann talar kjark í þá, sem bágt eiga og livetur þá til sjálfsdáða um heilsuvernd sína. Hann er látlaus í háttum sínum og fyrirferðarlítill, en stór í lærdómi og stærstur þó í viljanum til hins góða og sanna. Engan mann hefi ég heyrt tala um lífið með jafn

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.