Heilsuvernd - 01.12.1946, Side 40

Heilsuvernd - 01.12.1946, Side 40
32 HEILSUVERND mikilli aðdáun og virðingu og' hann. I hans augum er lifið mikill helgidómur. Þessi kynni mín af honum hafa sannfært mig um, að hann er maður hámenntaður, og sú menntun hefir rutt sér braut beint til hjaríans. Hann vill að lífið nærist á lifi, og i krafti þeirrar næringar vill hann verja lífið fyrir árásum óvina þess. Hann er með augað á kjarna heilbrigðismálanna, það er ábyggi- legt. Með því hefir hann reist sér aðalsmark, sem ekki verður máð af skildi hans. Are Waerland gerir Jónas Kristjánsson heiðursfélaga í „Allnordisk Folkhálsa“ (Úr bréfi frá J. Kr. til B. L. J.). Stokkhólmi 23. mai 1946. Hinn 22. maí er liðinn, og ég hefi hlustaS á fyrirlestur Waer- lands með hrifningU og aðdáun, en þó ekki án kinnroSa, eins og síSar verSur vikið að. Hvert sæti var skipaS i hinum stóra sal, sem tekur um 2 þúsund áheyrendur, og fjöldi hafði orðið frá að hverfa. Meginþorri þessa fólks var ungt fólk, innan við miðjan aldur og tæplega fullorðið. Létu menn aðdáun sína ó- spart í ljósi, enda var fyrirlesarinn oft spaugsamur og hafði áheyrendur algerlega á valdi sinu. Ég fékk sæti á fremsta bekk við hlið frú Waerland. En að síðustu kallaSi fyrirlesarinn mig til sín upp á ræðupallinn, og þú getur því nærri, hvort ég fór ekki hjá mér, þegar hann kall- aði mig „Islands Arbuthnot Lane“ og festi í barm mér gullnælu með merki félagsins „Allnordisk Folkhálsa“, sem tákn þess, að ég væri gerður þar að heiðursfélaga. Sem betur fór var ekki ætlast til, að ég segði neitt, og ég held að „publikum“ hafi ekki séð, hvernig ég roðnaði út undir eyru eins og feiminn skóla- drengur. Ég sagði heldur ekki margt, en benti á íslenzka flagg- ið, sem sómdi sér vel þarna á meðal hinna Norðurlandafánanna, og var mikið klappað fyrir fánanum okkar.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.