Heilsuvernd - 01.03.1949, Qupperneq 39

Heilsuvernd - 01.03.1949, Qupperneq 39
HEILSUVERND 31 enginn tannsteinn. Grófmeti, sem útheimtir mikla tyggingu, epli og aðrir nýir ávextir hreinsa tennurnar betur en nokkur tannbursti. Ef tannsteinn er kominn á tennurnar, verður að láta tannlækni hreinsa hann burtu. NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG SIGLUFJARÐAR hélt aðalfund sinn 25. febrúar s.l. Fundurinn hófst með félagsvist. Að henni lokinni voru bornar fram veitingar, en meðan fundarmenn nutu þeirra, voru tekin fyrir hin venjulegu aðalfundarstörf. Þá var sýnd ein af fræðslukvikmyndum þeim, sem NLFl hefir nýlega keypt, og fjallar um öndunina. Þar næst sungu 3 stúlkur með gítarundir- leik, síðan las einn félagsmaður upp frumsamin kvæði og stökur, þá voru sungnar gamanvísur um stjórn félagsins o. fl., og að lokum var dansað til kl. 1. Fundinn sátu 84 félagar og gestir, sem skemmtu sér hið bezta. Á fundinum létu yfir 20 manns skrá sig í félagið, sem telur nú rúmlega 100 félaga. LÆKNINGAMÁTTUR GRÆNKÁLS. Danskur maður, A. Ludvigsen að nafni, segir frá því í marzhefti tímaritsins „Ny tid og vi,“ að hann hafi fengið bót á langvarandi heilsuleysi með grænkálssafa. Hann saxaði grænkálið í kjötsöxunar- vél og bættl í það köldu vatni, þannig að úr varð þunnur grautur, breiddi klút yfir og lét standa í klukkutíma. Þá lét hann þetta ganga gegnum kartöflupressu og borðaði grautinn síðan með skeið, tuggði hann vel og lét hann blandast munnvatninu rækilega. Hann borðaði hálfan disk af þessu á hverju kvöldi um skeið og varð sem nýr maður á 10 til 12 dögum. Tólf ára gömul dóttir hans, sem kvart- aði um þreytu og slen á morgnana og í skólanum, tók upp sama ráð með þeim árangri, að þreytan hvarf samstundis, og einkanabókin sýndi, að henni gekk námið betur en áður. — Ludvigsen átti vanda til að fá kvef og inflúensu tvisvar til þrisvar á hverjum vetri með slæmum eftirköstum. Lyf og fjörefnagjafir gátu enga bót ráðið á kvillasemi hans. En siðan hann tók upp grænkálsneyzluna, hefir heilsa hans verið hin ákjósanlegasta. Grænkál ætti aldrei að sjóða, segir Ludvígsen. Þegar það er notað í súpur, er það saxað og hrært saman við súpuna, nokkrum mínútum eftir að suðan er farin af henni. 1 jafninga er það sett á sama hátt, eftir að jafningurinn er fullgerður. Saxað grænkál er ágætt sem álegg á brauð. Þeir, sem þola ekki að borða grænkálið sjálft hrátt, verða að láta sér nægja að pressa safann úr því, eftir að það hefir verið saxað.

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.