Heilsuvernd - 01.03.1954, Qupperneq 11

Heilsuvernd - 01.03.1954, Qupperneq 11
HEILSUVERND 3 ekki við sjálfar orsakir sjúkdómanna. Og meðan svo er, getur ekki verið nema um hálfan sigur að ræða. Meðan orsakir sjúkdómsins eru fyrir hendi, er sjúkdómurinn ekki kveðinn niður. Hið eina, sem dugar, er að gera sér grein fyrir orsökunum og uppræta þær. Flestir munu hafa heyrt getið um þau ráð, sem hinn kunni danski læknir, Kirstine Nolfi, greip til, er hún fékk hraðan æxlisvöxt í annað brjóstið. Sem lækni var henni vel kunnugt um, hve tvíræð skurðaðgerð gegn krabba er. Hún afréð því að leggjast ekki undir hnífinn, en hvarflaði í þess stað úr fjölmenninu og stundaði sólböð, sjóböð og útiveru, auk þess sem hún hvarf frá hinni venjulegu soðnu fæðu og neytti einungis lifandi jurtafæðu, ávaxta og mjólkur. Æxlið hvarf á tæpu ári. Og síðan eru um 15 ár. „Bleiki dauðinn" hafði látið undan síga, ekki fyrir hnífnum, heldur fyrir heilbrigðum lifnaðarháttum. Þessari viljasterku, vitru konu opnaðist nú nýr skilningur á orsökum sjúkdóma. Og hún byrgði ekki ljós sitt undir mælikeri, heldur hófst handa og stofnaði hæli, þar sem leikir og lærðir geta notið hinna sömu lifnaðarhátta, sem veittu henni á ný heilsu og aukinn lífsþrótt. Og þangað hafa þúsundir manna sótt endurnýj- aða heilsu og skilning á lögmálum heilbrigðinnar. Enda virðist almenningur ætla að öðlast skilning í þessum efnum á undan hinum lærðu læknum. Á fyrsta tug þessarar aldar var safnað mikilli fúlgu fjár í London til að rannsaka orsakir krabbameins. Framkvæmd rannsóknanna var falin lækni, sem ötulast barðist fyrir söfnuninni og talsvert hafði kynnt sér krabbameinsrann- sóknir, dr. J. A. Murraey. Hann útvegaði sér f jölda af rottum og öðrum smádýrum, sem hann notaði við tilraunir sínar. Er hann hafði unnið að rannsóknum sínum og tilraunum um hátt á annan tug ára, var mjög þorrin fjárfúlgan, og skýrði hann þá frá árangri rannsóknanna. Reyndist hann því miður enginn.

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.