Heilsuvernd - 01.03.1954, Blaðsíða 12

Heilsuvernd - 01.03.1954, Blaðsíða 12
4 HEILSUVERND Og því miður hafa krabbameinsrannsóknir litlum árangri skilað hingað til. Til eru samt óteljandi vitnisburðir ágætra lækna, sem hafa bent á, að krabbameinið sé menningarsjúkdómur, al- inn af sjúklegri menningu. En þessar raddir hafa verið kæfðar af steinblindum efnishyggjumönnum. Hinn frægi brezki skurðlæknir, sir Lane, segir á einum stað: „Vér læknar höfum ekki gefið gaum að því, að krabbameinið er menningarsjúkdómur, sem tæplega kem- ur fyrir meðal frumstæðra þjóða. Krabbameinið er menn- ingarsjúkdómur, sem varðar alla alþýðu manna ekki síður en lækna. Krabbameinið er eins og hárbeitt sverð, sem hangir á veikum þræði yfir höfði hvers manns. Ég heiti því að deyja ekki úr krabbameini, þar sem ég tel mig kunna ráð til þess að koma í veg fyrir það. Og það, sem ég geri, gæti hver maður annar gert. Og hví ættum vér ekki að geta verið lausir við krabbamein, eins og frumstæð- ar þjóðir eru það? Hver er orsök þess, að krabbameinið vex, hvar í líkam- anum sem er? Skortur á innvortis hreinlæti. Menn ganga um sem eins konar saurvilpur, og rotnunin berst inn í blóð- ið til allra fruma líkamans, er veiklast fyrir áhrif rotn- unarefnanna. Krabbameinið er vottur um innvortis mengun og afleiðing hennar. Enginn þarf að taka kabbamein, nenni hann að leggja á sig þá áreynzlu að koma í veg fyrir orsakir þess“. Orð þessa fræga skurðlæknis og eins mesta mennta- manns, sem Englendingar hafa átt, ættu sem flestir að festa sér í minni. Dr. Robert Bell segir: „Krabbameinið er sjúkdómur, sem unnt er að koma í veg fyrir. Eftir 25 ára starf við að rann- saka mörg hundruð manna með krabbamein, verð ég að líta á krabbameinið sem ok, er menn hafa sjálfir lagt sér á herðar“. * * *

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.