Heilsuvernd - 01.03.1954, Qupperneq 14

Heilsuvernd - 01.03.1954, Qupperneq 14
6 HEILSUVERND dregið á eftir sér alla leið upp. Sagði nú ráðherrann konu sinni að hnýta þeim enda silkiþráðsins, sem niðri lá, við seglgarnið, og seglgarninu við kaðalinn, og gat hann nú dregið seglgarnið fyrst og síðan kaðalinn alla leið upp til sín. En þegar kaðallinn var kominn upp, var ráðherranum það leikur einn að festa hann þar uppi og renna sér á hon- um alla leið niður. Þannig tókst honum með aðstoð konu sinnar að bjarga lífi sínu. Þessi saga er stundum sögð af austrænum Yogaiðkend- um, þegar um er að ræða hina miklu þýðingu réttrar önd- unar fyrir líkamsheilsu manna. Andardrátturinn er silki- þráðurinn. Seglgarnið er taugaorkan og taugastraumarnir, en kaðallinn er hugarorkan. Ef unnt er að ná fullum tökum á andardrættinum, er og unnt að stjórna taugaorkunni, og helzt sé þessu hvort tveggja fullnægt, lætur og hugurinn að stjórn. En þá er í raun og veru fullri sjálfsstjórn náð. Sam- kvæmt þessu hefur rétt meðferð og stjórn á andardrætt- inum í raun og veru örlagaþrungna þýðingu, bæði fyrir líkamlega og andlega heilsu manna. En hvernig á að fara að því að ná tökum á silkiþræðinum, — andardrættinum? — 1 Austurlöndum er til vísindagrein, sem f jallar ekki hvað sízt um þetta, og er hún venjulega nefnd Hatha Yoga. Ég vil undir eins taka það fram, að margar andardráttaræf- ingar, sem Austurlandamenn geta iðkað sér að skaðlausu og jafnvel sér til mikils ávinnings, eru hættulegar oss hér á Vesturlöndum, auk þess sem naumast er unnt að full- nægja ýmsum þeim skilyrðum, sem krafizt er í sambandi við iðkun þeirra. Ég mun því í þessu erindi aðeins segja frá helztu meginreglum þessara vísinda. Það er fljótsagt, að það er aðallega tvennt, sem hér kemur til greina. Annað er það sem hér segir: Loftið, sem vér öndum að oss, er, eins og kunnugt er, sett saman úr súrefni, vatnsefni og köfnunarefni. En auk þess býr það yfir sérstakri orku, sem nefnd er á sanskrít „prana“. Það er þessi orka andrúmsloftsins, sem er hið raunverulega lífsafl (,,vitalitet“) og er eitt og hið sama

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.