Heilsuvernd - 01.03.1954, Side 16
8
HEILSUVERND
Þessi síðasta hreyfing veldur því, að kviðarholið dregst
ofurlítið inn, og verður það bæði til þess að veita lungun-
um stuðning og hjálpa til þess að fylla efri hluta lungn-
anna lofti.
Þess ber vel að gæta, að andardrátturinn má ekki vera
rykkjóttur. Hér verður að vera um eina samfellda hreyf-
ingu að ræða, enda þótt áfangar hennar séu þrír, ef svo
mætti segja.
Loks kem ég að því atriði, sem fræðimenn í þessum
efnum leggja mikla áherzlu á. Á ég við það, að andradrátt-
urinn sé sem allra hljóðastur. Segja sumir, að æskilegast
sé, að hann sé svo hljóður og rólegur, að ljós bærist ekki,
enda þótt borið sé alveg að nösum þess, sem andar. —
Menn eiga með öðrum orðum ekki að vera neinir hávaða-
menn á þessu sviði fremur en öðrum. Ég hygg, að hljóð-
laus öndun og nægilega djúp sé í raun og veru eitt og hið
sama, og skilst þá þýðing hinnar hljóðlausu öndunar.
Nú vil ég, áheyrendur góðir, biðja yður að prófa einhvern-
tíma hina fullkomnu Yogaöndun, t. d. ef þér eruð þreyttir
og þarfnist hvíldar. Leggist upp í legubekk eða rúm. Slakið
á öllum taugum og vöðvum. Andið djúpt og reglulega á
þann hátt, er ég hefi lýst, í 5 mínútur eða svo. Til
þess að sjá fyrir því, að andardrátturinn sé reglulegur,
þ. e. að innöndun og útöndun sé jafn löng, er gott að velja
sér eitthvert orð til þess að fara með í huganum um leið
og andað er inn og út, t. d. sanskrítarorðið Aum (frb. óm).
Orðið verður þá einskonar tímamælir. Ef vel tekst til, mun
yndisleg ró færast yfir taugakerfið, og þér munuð í fyrsta
sinn vita, hvað hvíld. er.
Ein afleiðing þessarar fullkomnu öndunar, ef hún er að
staðaldri iðkuð, er sú, að hrukkur hverfa af andliti. Hör-
undið verður slétt og mjúkt. Ætti þetta að vera góð tíðindi
fyrir konur, enda myndu þær áreiðanlega geta sparað sér
mörg fegrunarmeðul, ef þær kynnu að anda á réttan hátt.
— önnur afleiðing fullkominnar öndunar, sem iðkuð er að
staðaldri, er sú, að röddin verður þægileg og fögur.