Heilsuvernd - 01.03.1954, Blaðsíða 17

Heilsuvernd - 01.03.1954, Blaðsíða 17
heilsuvérNd 9 Það liggur í augum uppi, að æfinlega skal anda í gegnum nefið, bæði í vöku og svefni. Munnöndun er í alla staði óheppileg og hættuleg, og ættu allar mæður að venja börn sín frá upphafi á neföndun. Og nú verð ég að hrella nef- tóbaksmennina með því að segja þeim það, að það sé örð- ugt eða jafnvel alveg ómögulegt að iðka hina fullkomnu Yogaöndun með nefið fullt af gömlu og nýju tóbaki, og það út af fyrir sig er ekki veigaminnsta ástæðan gegn nef- tóbaksnautn! Yfirleitt má segja, að rétt öndun verki mest á tauga- kerfið, en með því er líka mikið fengið. Enginn efi er á þvi, að taugakerfið á oft mikinn þátt í slæmu skapi, áhyggj- um og ótta, og í heildarlíðan líkamans yfirleitt. — Vér lifum á miklum taugaveiklunartímum, og ættum því að fagna öllu því, sem líklegt er til að geta hjálpað einhverjum til þess að seðja hinar hungruðu taugar. Ef til vill þykir það einkennilega að orði komist að tala um „hungraðar taug- ar“, en ég nota það orðatiltæki af ásettu ráði. Því að hér er um bókstaflegan sannleika að ræða. Orka sú, sem ég hefi minnst á, og nefnd er á sanskrít ,,Prana“, er einmitt fyrst og fremst tauganæring, og fái taugarnar ekki nóg af þeirri næringu, kenna þær hungurs, sem kemur í Ijós sem ó- eðlileg viðkvæmni, eirðarleysi og óstyrkur, og það er jafnvel ekki nóg, þótt segja megi, að nægilegt sé í venjulegri fæðu af þessari tauganæringu. En ef þessu er nú svona háttað, ættu menn að geta farið nærri um það, hvílíkur voði standi fyrir dyrum, ef menn eiga þess ekki kost að fá þessa tauga- næringu, jafnvel hvorki í fæðu eða fyrir tilstilli réttrar öndunar! Einn ágætur árangur af réttri öndun kemur fram í því, að það, sem nefnt er fasthygli (koncentration), verður miklu auðveldari, en af því leiðir aftur, að hugsun öll verður sterkari og skírari, og fær þar af leiðandi komið miklu meira til leiðar en ella, en hér er að nokkru leyti komið inn á svið dulfræðinnar og skal því ekki lengra út í þá sálma farið.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.