Heilsuvernd - 01.03.1954, Qupperneq 18

Heilsuvernd - 01.03.1954, Qupperneq 18
10 HEILSUVERND Ég vona, að af þessu, sem hér hefir sagt verið, þótt allt of lítið og ófróðleg sé, megi þó ljóst vera, að ekki eigi illa við að líkja réttri meðferð á andardrættinum við hinn fína silkiþráð, sem varð til þess að bjarga lífi ráðherrans, sem ég sagði frá í upphafi máls míns. — Er og enginn efi á því, að hinn fíni silkiþráður öndunarvísindanna gæti bjargað mörgu mannslífi, sem annars væri dæmt til margs konar þjáninga eða jafnvel tortímingar. — En ég valdi þessa sögu um silkíþráðinn einnig af öðrum ástæðum. Það er svo um hina líkamlegu heilsu — eins og um andlega heilsu — að þar kemur margt til greina, og sumt af því er svo einfalt og lætur svo lítið yfir sér, að flestum sést yfir það. Mönn- um finnst það smámunir einir. — En það er einmitt sumt af þessum „smámunum", sem hefir úrslitaþýðingu fyrir líf og heilsu manna. „Náttúrulækningafélag íslands“ er merkilegt félag og athyglisvert, meðal annars vegna þess, að það hefir opin augu fyrir þessum sannleika og leitast einnig við að opna auga annarra fyrir hinum sama sannleika. — Það er þessi fíni silkiþráður nákvæmni og vakandi athygli um alla lífs- hætti, sem enginn hefir ráð á að fyrirlíta, jafnvel þótt hann sé ekki staddur uppi á neinum turni, þar sem hann bíður dauðans, eins og ráðherrann í sögunni. Þess vegna vildi ég óska, að Náttúrulækningafélag Islands yrði sem fjöl- mennast. Það hefir verið svo heppið að fá góða forustu, sem er þess eðlis, að jafnvel hin allra rétttrúuðustu lækna- vísindi geta ekki látið sér nægja að hrista aðeins höfuðið. — Og af þeim sökum meðal annars er ég að vona, að fleiri en ella fáist til að gefa félaginu gaum og boðskap þess — fá- ist til þess að taka í silkiþráðinn og draga hann að sér og heilsu og líf um leið! Grétar Fells.

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.