Heilsuvernd - 01.03.1954, Blaðsíða 21

Heilsuvernd - 01.03.1954, Blaðsíða 21
HEILSUVERND 13 íslenzkt og útlent skyr. Þessi fróðlega og athyglisverða ritgerð Gísla Guðmundssonar, gerlafræðings, kom i Búnaðarritinu 1913. — Þar eð telja má víst, að hún sé í fárra höndum, leyfir ritnefnd Heilsuverndar sér að birta hana í heild og þann veg stuðla að aukinni neyzlu hollra mjólkurafurða. Menn skrifa ekki daglega um skyrið okkar þjóðkunna. Þykir mér því rétt að fara um það nokkrum orðum, með- fram af því, að slík fæða sem skyr er nú í hávegum höfð, einkum á síðari árum. — Víðsvegar um heim búa menn til eins konar skyr. Alkunnast er hið búlgarska skyr Yoghurt. Þá eru aðrar skyrtegundir alþekktar, svo sem Kefir, Mazun, Kumys, Leben og Gioddu. Norðurlandaskyr er ekki eins víðfrægt, þótt framleiðsla þess hafi verið allmikil frá því sögur hófust. Skyr er búið til á nokkuð ólíkan hátt í landi hverju. Keimur þess er því nokkuð mismunandi, þótt aðalbragðið sé sameiginlegt. Á öllum tímum hafa menn gert úr mjólk ýmist skyr eða súrmjólk. Má meðal annars sjá það í biblíunni í Jesaja 7. kap. 15. og 22. versi, enn- fremur í 1. Mósebók, þótt það standi ekki með berum orð- um í íslenzku þýðingunni. Skyrgerð hefir að líkindum flutzt til Norðurlanda með vorum arisku forfeðrum. Að minnsta kosti fullyrðir norskur gerlafræðingur (Olav Johann Olsen verndar og nýrra og betri lífshátta. Bar Björn gæfu til að standa við hlið þessa siðbótamanns íslenzkra heilbrigðis- mála og aðstoða hann vel og drengilega á fyrstu árum byrjunarerfiðleikanna. Um leið og ég þakka Birni L. Jónssyni fyrir brautryðj- andastarf hans, vil ég einnig færa honum þakkir fyrir þau persónulegu kynni, sem ég hef af honum haft, og árna honum heilla í lífi og starfi. Gretar Fells.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.