Heilsuvernd - 01.03.1954, Side 26

Heilsuvernd - 01.03.1954, Side 26
18 HEILSUVERND Framhald af bls. 15. ig sem viðbitj einkum hjá fátækara fólki. Á sumrin nota Búlgarar oftast þunnt skyr, er líkist mjög íslenzkri súr- mjólk, en er þó ekki eins súrt. n. KEFlRMJÓLK. Kefírmjólk er súrmjólk, sem er uppáhalds drykkur Múhameðstrúarmanna. Mjólkin er sýrð með fræi af gras- tegund einni (Panicum), sem ræktuð er í Suður-Evrópu. Grasfræ þetta er ekki ósvipað rúgi, og er oft nefnt spá- mannskorn. Nafnið mun stafa frá Múhameð spámanni, og er sagt, að hann hafi lýst velþóknun sinni á þessari korn- tegund. Á korninu vaxa oft nokkurskonar æxli, og eru í þeim bæði gersveppir og súrgerlar, sem gera mjólkina súra og áfenga. Fyrst er kornið látið í mjólk til gerðar. Kefír- mjólk er dálítið áfeng, freyðir mikið og lítur glæsilega út í vínglösum. Eftir gerðina setjast draflakekkir á botn iláts- ins. Þeir eru oft marðir í sundur og borðaðir með útáláti, eins og íslenzkt skyr. Kefírmjólkin hefir það orð á sér, að hún bæti meltinguna og jafnvel blóðleysi. m. MAZUNMJÓLKIN. Mazun-súrmjólk líkist nokkuð Kefír. Hún er armensk að uppruna, og er vanalega búin til úr geitamjólk. Mjólkin er sýrð með einskonar þétta, sem hefur að geyma gersveppi og súrgerla. Eftir gerðina er þykkt mauk á botni kersins; því er oft hnoðað saman við mjöl og þurrkað, síðan mulið, soðið með hrísgrjónum og blandað ýmsu kryddi. Þykir það ljúffengur réttur. Armeningar sýra smjör með Mazunsúr- mjólkinni og nota hana einnig að nokkru leyti við brauð- gerð. IV. KUMYSMJÓLK. Kirgisar og aðrar hjarðamannaþjóðir gera súrmjólk sem kumys nefnist, og er sagt, að hún dragi nafn sitt af ættlegg

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.