Heilsuvernd - 01.03.1954, Page 34

Heilsuvernd - 01.03.1954, Page 34
26 HEILSUVERND En í hressingarhælinu var líka sjúkt fólk, sem þurfti lækninga við, og sumt af þessu fólki, sem hafði leitað margra lækna og engan bata fengið, hlaut þarna nokkurn bata. Yfir slíku má ekki þaga, heldur hrópa það út til fjöld- ans, að hollar lífsvenjur og þá einkum það að nærast réttilega og borða sem mest úr jurtaríkinu, læknar sjúk- dóma. En takmark hælisins í framtíðinni, er að koma í veg fyrir sjúkdóma með því að lifa í samræmi við lögmál móður náttúru og brjóta þau helzt aldrei. Þá má ekki gleyma að geta þess, hve vel lækninum hefur tekizt að fá gott starfsfólk. Starfsfólkið hugsaði ekki að- eins um að fullnægja kröfum hollustu og hreinlætis við framreiðsluna, heldur virtist framreiðslan listræn. Þegar hringt var til máltíða og neytendur litu yfir mat- borðið, fékk fegurðarkenndin sinn skammt. En það er mikill vandi að framreiða grænmeti á þann hátt, og vil ég því geta þess, að mér er kunnugt um, að Jónas læknir hefur í hyggju að veita húsmæðrum og öðrum, er þess kynnu að óska, tækifæri til að læra slíka matreiðslu á námskeiðum, sem haldin verða, þegar bygging hælisins er upp komin, en þess verður vonandi ekki langt að bíða. Það traust er borið til hins háa fjárveitingavalds ríkisins, að það leggi fram sinn skerf, ríflega fjárveitingu, svo að höll hinnar sönnu lífshamingju rísi af grunni. Lilja Björnsdóttir. Hressingarheimili N.L.F.Í. verður rekið i Hveragerði. Eins og s. 1. sumar og eru dvalarpantanir þegar farnar að berast. Ú R BRÉFI: „Persónulega hafði ég mjög lítinn áhuga fyrir starfsemi N.L.F.Í., þar til s.l. sumar, er kona min dvaldi í hressingarhæli félagsins og augu mín opnuðust fyrir þeirri staðreynd, hve mikið er hægt að hjálpa, ef rétt er að farið. Það er ekki of sagt, hvað heilsu konu minnar snertir, að Jónas Kristjánsson hafi skapað nýja konu. Það er ])vi ekki að ástæðulausu, að hjá okkur liefur vaknað áhugi fyrir breyttu og heilsusamlegra mataræði".

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.