Heilsuvernd - 01.03.1954, Side 36
28
HEILSUVERND
þumbaldi gæti aldrei náð slíkum árangri, hversu trúverð-
ugur sem hann væri. Prúðmennska, lipur ýtni, þægileg
framkoma einkennir Jón Halldórsson. Það var félaginu því
mikið happ, er hann réðist til innheimtustarfanna. Hann
er sá starfsmaður samtakanna, sem persónulega snertingu
hefur við flesta félagsmenn og fjölda utanfélagsmenn, sem
hann hefur heimsótt og selt bækur N.L.F.f. Og ég hef
góðar heimildir fyrir því, að J. H. gefur sér alltaf tíma
til að rabba við og fræða þá, sem ókunnir eru stefnunni.
Hann hefur því ekki einungis verið innheimtumaður, heldur
einnig, og gamanlaust sagt, eins konar útbreiðslumálaráð-
herra og áreiðanlega ekki án árangurs. Hann er einn þeirra
manna, sem leggja sig alla í hvert verk, sem þeir vinna, og
vinna því hvert verk vel.
Heilsuvernd flytur J. H. þakkir samtakanna fyrir ágæta-
vel unnin störf, og vonar, að enn sé löng samvinna fyrir
höndum, þótt hann sé kominn hátt á þriðja aldarfjórðung-
inn og farinn að lýjast fótur.
Félagsmenn geta sýnt vott þakklætis með því að spara
honum sporin nema einu sinni til að vitja félagsgjaldanna.
M. M. Sk.
Préttir af félagsstarfi og framkvæmdum.
í siðustu viku febr. var haldinn aðalfundur Náttúrulækninga-
félags Reykjavíkur (N.L.F.R.). Stjórnin var endurkosin: Formaður,
Böðvar Pétursson, kennari, og meðstjórnendur, Hjörtur Hansson,
kaupm., frú Steinunn Magnúsdóttir, Ingólfur Sveinsson, lögreglu-
þjónn, og Marteinn M. Skaftfells, kennari.
90 nýir félagar gengu inn á árinu og var félagatalan um áramót
962, svo að straumnum er að minnsta kosti í bili snúið við og fé-
lagatala aftur hækkandi. Síðan um áramót liefur fjölgað til muna.
Ástæðan til þessara straumhvarfa er án efa Pöntunarfélag N.L.F.R.,
sem stofnað var á árinu og í október breytt í verzlun, sem er
öllum opin og ört vaxandi frá byrjun.
í pöntunardeildina gengu í upphafi um 200 manns. Félögum
hefur síðan farið stöðugt fjölgandi, en þó ekki eins ört og ætla
mætti, þar sem pöntunarfélagar fá 10% afslátt af flestum vörum