Heilsuvernd - 01.03.1954, Side 37

Heilsuvernd - 01.03.1954, Side 37
HEILSUVERND 29 og vörur eru sendar heim tvisvar i viku til þeirra, er þess óska, svo að engum vandkvæðum er bundið að vera i félaginu, þótt menn séu búsettir fjarri búðinni. Til að auðvelda fólki pantanir, fylgir vörulisti hverri pöntun, og vörulista getur hver sem er fengið til athugunar, áður en hann gengur í félagið. Verzlað er með allar algengar vörur, sem matvörubúðir hafa, nema kaffi, tóbak, sælgæti, öl og slíkt. Aftur á móti er verzlað með ýmsar vörur, sem aðrar verzlanir hafa ekki. Höfuðáherzlan er lögð á öflun hollra matvæla, sem smámsaman eiga að þoka hinum lakari til hliðar. Kornmylla er rekin í sambandi við verzlunina til að tryggja sem bezt góða mjölvöru. Og svo framarlega sem gott korn er flutt til iandsins, getum við tryggt gott mjöl. En það slcal viður- kennt, að við erum ekki ánægðir með það hveitikorn, sem inn er flutt. Þegar pöntunarfélagið og síðar verzlunin tók til starfa, réði stjórn pöntunarfélagsins Þórð Halldórsson, skrifstofustjóra N.L.F.R. þar til umsjár. Tók liann þar að sér mikið verk og vandasamt, þar eð sjóðir voru grannir, svo að gæta þurfti ýtrustu varfærni við róðstöfun hverrar krónu. Og að fenginni reynzlu, er óhætt að fullyrða, að stjórnin liefði vart getað fengið annan samstarfs- mann betri til að fleyta félaginu yfir byrjunarörðugleikana. í byrjun marz tók N.L.F.Í. á leigu nýtt skrifstofuhúsnæði í Hafnarstræti 11, en óður var skrifstofan í húsnæði verzlunarinnar að Týsgötu 8, en vegna aukinna umsvifa, reyndist það óhentugt. Skrifstofustjóri er áfram Þórður Halldórsson, enda vandfundinn annar betri. í febrúar s.l. réði stjórn N.L.F.Í. Sigurjón Danivalsson sem framkvæmdastjóra, þar eð þegar hafnar og fyrirhugaðar fram- kvæmdir krefjast ötuls áhugamanns, sem getur gefið sig allan og óskiptan við verkefnunum. Um helmingur fyrirhugaðrar heilsuhælisbyggingar, 620 m2, er nú senn kominn undir þak. Byggt er úr asbesti á trégrind. Verktaki er Jón Guðmundsson, byggingameistari í Hveragerði. Hælið teiknaði Ágúst Steingrímsson, byggingafræðingur. Hafin er sala skuldabréfa, og happdrætti er í fullum gangi, hvort tveggja til stuðnings heilsuhælinu, þvi að mjög mikilvægt er, að bygging þess þurfi ekki að tefjast. Fleiri leiðir til fjáröflunar eru í athugun. Og ganga má að þvi vísu, að félagar N.L.F.Í., hvar sem eru á landinu, geri hvað þeir mega málinu til stuðnings. í næsta hefti verður skýrt nánar frá þessum málum,

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.