Heilsuvernd - 01.06.1966, Side 7

Heilsuvernd - 01.06.1966, Side 7
indum en matarskorturinn út af fyrir sig. Ennfremur er þá oft skortur ákveðinna næringarefna, svo sem fjörefna, sem veldur vissum sjúk- dómseinkennum, en þeirra verður sjaldan vart í lækningaföstum, jafn- vel þótt einskis sé neytt nema vatns. Hungurtilfinning fylgir einnig sveltu, en í föstum hverfur hún yfirleitt eftir tvo til þrjá daga og gerir oft alls ekki vart við sig. Menn gangast sjálfviljugir undir föstu, og það er allt að því nauðsynlegt skilyrði fyrir árangri, því að áhyggjur og ótti við föstuna trufla andlegt og líkamlegt ástand sjúklingsins. Það er alkunna, að veik dýr snerta oft ekki mat né drykk dögum saman. Margir sjúklingar missa matarlyst með öllu, bæði börn og full- orðnir, t. d. í bráðri hálsbólgu með háum hita, og vilja þá ekkert nema blátt vatn eða annan svaladrykk. Föstur virðast þannig vera fangaráð náttúrunnar til að vinna bug á ýrnsum sjúkdómum. Því miður er þess- um ábendingum ekki sinnt sem skyldi, og margir virðast trúa því statt og stöðugt, að „styrkjandi“ fæða sé öllurn sjúklingum nauðsynleg og að mönnum sé jafnvel hætta búin af nokkurra daga föstu. Um þessa hluti hefir margt verið rætt og ritað af lítilli þekkingu, og fer hér á eftir sýnishorn af slíkum skrifum úr enska ritinu „Let’s Live“, en höf- undur greinarinnar er enskur líffræðingur, E. L. David að nafni. „Væri eg að því spurður,“ segir höfundur, „hvort alltaf ætti að bjóða mat alvarlega veikum manni, sem hefði misst matarlystina, mundi eg hiklaust svara játandi. Eg mundi gefa honum að borða til þess að hann léttist ekki og birgðir líkamans af köfnunarefni minnki ekki. Eina undantekningin frá þessari reglu er taugaveiki, því að slík- um sjúklingum er lífsnauðsyn að fasta.“ Við þetta er það að athuga, að meðal þjóða, sem hafa nóg að híta og brenna, eru flestir það vel nærðir, að það kemur þeim engan veginn að sök, nema síður sé, þótt þeir léttist um fáein pund, og af köfnunar- efnisskorti stafar þeim hreint engin hætta, það er einnig hreinn mis- skilningur og styðst ekki við neinar vísindalegar rannsóknir né reynslu. „Menn ættu að gæta hófs í mat og drykk alla ævi. Fari menn við og við yfir mörkin, nægir nokkurra daga fasta til að ná jafnvægi á ný.“ Þetta er laukrétt. En samkvæmt þessari reglu þyrftu flestir að vera fastandi við og við, því að yfirleitt borðar fólk að staðaldri of mikið. „Á árunum milli 1915 og 1921 og 1940—1948 bjuggu Þjóðverjar við hálfgert hungur, sem kalla mætti föstu. Fita, eggjahvítuefni, fjör-

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.