Heilsuvernd - 01.06.1966, Blaðsíða 15
Hættan af röntgeiigcisliiin
>
Eftir að Röntgen (1845—1923) uppgötvaði geisla þá, sem síðan eru
við hann kenndir, og farið var að nota þá til rannsókna, kom fljótt í
Ijós, að þeir gátu brennt og eyðilagt lifandi líkamsvefi. Yiðkvæmastir
fyrir þessum eyðandi verkunum reyndust ýmsir sjúkir vefir, eins og
sum illkynja æxli. Var því farið að nota röntgengeisla og radíum, sem
sendir frá sér ýmsar tegundir ósýnilegra geisla, til lækningar á krabba-
meini.
En notkun röntgengeisla reyndist tvíeggjað sverð. Þar fylgdi sá bögg-
ull skammrifi, að þeir framkölluðu sjálfir krabbamein. Læknar og
annað starfsfólk, sem á fyrstu áratugunum eftir að farið var að nota
geislana störfuðu við röntgenmyndatökur, fengu margir krabbamein
í hendur eftir 10 til 20 ára starf. Þótt mönnum væri áður kunnugt, að
sterkir röntgengeislar voru hættulegir, ef þeir voru látnir verka lengi
í einu, grunaði engan, að af geislun í nokkrar sekúndur í senn gæti
stafað nokkur hætta. En „dropinn holar steininn“. Og eftir nokkurra
ára starf tók að bera á smávægilegum húðbreytingum á höndum sumra
starfsmanna, sem fengust daglega við myndatökur, svo sem sprungum
og hornmyndun, og síðar komu sár og að lokum illkynja æxlisvöxtur.
Eftir að sýnt þótti, að röntgengeislarnir ættu sök á þessu, var tekin
► upp notkun á blýhönzkum og blýsvuntum og öðrum hlífum, sem hleypa
geislunum ekki í gegn. Er starfsfólki nú lítil sem engin hætta búin.
En nú kemur hættan úr annarri átt. A síðari árum hafa röntgen-
geislar verið notaðir í vaxandi mæli, ekki aðeins til rannsókna, heldur
til lækninga á ýmsum öðrum sjúkdómum en krabbameini, svo sem
húðsjúkdómum, m. a. gelgjubólum, fótavörtum, óeðlilegum hárvexti,
góðkynja æxlum og ýmsum gigtarsjúkdómum. Hefir reynslan nú sýnt,
að krabbamein í húð af völdum slíkrar meðferðar er orðið æði al-
gengt. I nýlegri ritgerð eftir enskan lækni er bent á þessa hættu og
læknar varaðir mjög við notkun röntgengeisla í góðkynja sjúkdómum.
k Telur hann, að fræða beri bæði lækna og almenning um þessar bættur.
ÍIEILSUVEKND
79