Heilsuvernd - 01.06.1966, Qupperneq 16

Heilsuvernd - 01.06.1966, Qupperneq 16
Spuriiingar og svör R. H. spyr: 1. Er næring í áfengi? 2. Er næring í áfengu öli? 3. Er áfengt öl hollur drykkur? Sv.: 1. Nei. Afengið sjálft eða vínandinn flytur líkamanum engin nýtileg efni. Það skilst allt út úr líkamanum, að litlu Ieyti með þvagi og útöndun, en aðallega á þann hátt, að lifrin breytir því í kolsýru og vatn. Við þessa ummyndun eða hruna vínandans myndast hiti, en engin nýtileg orka. Þvert á móti verkar áfengið lamandi á vöðva og önnur líffæri og lífsstörf, líkamleg og andleg. Orvandi áhrif þess stafa af því, að það sljóvgar fyrst og fremst dómgreind, sj álfsgagnrýni og minni, þannig að menn verða ófeimnari, ógætnari, kærulausari en ella, og jafnframt dregur úr öryggi og nákvæmni við skynjun og hreyfingar, viðbragðsflýti og vöðvastyrk, jafnvel af smæstu áfengisskömmtum. En þetta gera menn sér ekki ljóst, einmitt vegna þess að dómgreindin hefir sljóvgazt. Hitinn, sem myndast við bruna áfengis, hverfur fljótt á braut, m. a. á þann hátt, að húðæðar víkka, og af þessu stafar hætta á ofkælingu og kali. Hefir margur maðurinn frosið í hel vegna hitamissis af völd- um áfengis. 2. 1 öllu öli eru næringarefni, svo sem eggjahvítuefni, kolvetni eða sykur, steinefni og fjörefni. Eggjahvítuefnin eru 0.3% eða 8 sinnum Varúð í notkun röntgengeisla og geislavirkra efna er þeim mun nauðsynlegri sem kjarnorkunotkun allskonar hefir farið ört vaxandi á síðari árum með þeim afleiðingum, að geislunaráhrif, svipuð áhrif- um röntgen- og radíumgeisla, berast nú að okkur úr öllum áttum, úr lofti, láði og legi. BLJ 80 HEIT.SUVERNI)

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.