Heilsuvernd - 01.06.1966, Page 18

Heilsuvernd - 01.06.1966, Page 18
ari, sem Bx-fjörefnið vantar, því að hin aukna kolvetnaneyzla þýðir aukið ofát og enn alvarlegri skort á þessu mikilsverða fjörefni. Hættan á auknum skorti B,-fjörefnis af þessum sökum er meiri en ella fyrir það, að ölið mundi, hér sem erlendis, mjög verða notað sem svala- drykkur, bæði á mannamótum og við dagleg störf, þar sem menn drekka annars vatn eða aðra ósaknæma drykki við þorsta. Um þetta efni birtist grein hér í ritinu fyrir nokkrum árum (1. h. 1961), og eru því þar gerð nánari skil. Þótt ölmálið sé nú komið út af dagskrá í bili, þar sem ölfrumvarpið hefir verið fellt á Alþingi, þótti rétt að svara ofangreindum spurning- um. Því skal bætt við hér, af því að það hefir lítt komið fram í um- ræðum um ölið, að ölið er sérflokkur áfengra drykkja, sem sagt svala- drykkur, sem menn nota við vinnu sína, á skemmtunum og við fjöl- mörg önnur tækifæri, þar sem ella eru drukknir ýmsir óáfengir svala- drykkir. Af þessu stafa hinar miklu vinsældir og útbreiðsla ölsins, en jafnframt margvíslegar hættur í sambandi við afköst, nákvæmni og öryggi við dagleg störf og löngun í enn meira áfengi. G. K. spyr: Vill Heilsuvernd birta ráðleggingar varðandi mataræði í sambandi við of háan blóðþrýsting? Svar. Hár blóðþrýstingur er ekki sjúkdómur út af fyrir sig, heldur sjúkdómseinkenni, sem getur átt sér margar orsakir, líklamlegar og andlegar. Stundum eru engar truflanir samfara háum hlóðþrýstingi, en oft svimi eða höfuðverkur eða önnur óþægindi, sem hverfa þá stundum, ef blóðþrýstingnum er haldið niðri með lyfjum eða á annan hátt. Því miður hafa hlóðþrýstingslyf ýmis óheppileg og jafnvel hættu- * leg aukaáhrif, þannig að æskilegt væri að geta komizt af án þeirra. Og með breytingum á lifnaðarháttum geta flestir sjúklingar með háan hlóðjnýsting náð árangri í Jjá átt, að draga má verulega úr notkun lyfja eða sleppa þeim alveg. Kemur þar margt til greina annað en mataræðið, og tel eg spurningunni ekki svarað, nema eg hendi á fleira en spurt er um. Sem almennt ráð við vanheilsu af ýmsu tagi vil eg vísa spyrjanda og öðrum lesendum á smágrein, „Einn dagur heilbrigðs lífs“, sem birzt hefir í Heilsuvernd nokkrum sinnum, síðast í 2. hefti 1964. Þar eru í hnotskurn — á einni hlaðsíðu — nokkrar almennar ábendingar t 82 IIEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.