Heilsuvernd - 01.06.1966, Side 19

Heilsuvernd - 01.06.1966, Side 19
um mataræSi og aSrar lífsvejnur, og gilda þær fyrir þá, sem eru ekki haldnir sjúkdómum, er þarfnast sérstakrar meðferðar, svo sem t. d. ýmsum meltingarsjúkdómum, hjartasjúkdómum, efnaskiptasjúkdómum o. s. frv. Að baki háum blóðþrýstingi geta legið slíkir sjúkdómar. En ^ oftast leiða rannsóknir ekki í Ijós neinar orsakir fyrir hækkuðutn blóð- þrýstingi, og þá eru hinar almennu lífsreglur í sínu fulla gildi, enda þótt þær megi ekki verða til þess, að sjúklingarnir vanræki að leita i álits læknis síns um það, hvort sérstakrar rannsóknar sé þörf. Um mataræðið skal þetta tekið fram til viðbótar því, sem. sagt er í nefndri grein: , Leggið áherzlu á ferskt grænmeti og rótarávexti, og þeir, sem mat- jurtagarða hafa, noti í þá lífrænan áburð. Borðið sem mest af matn- um hráan, grænmeti, rótarávexti, jafnvel kartöflur, ávexti og einnig mjölmat. Reynið að fá nýmalað korn, og enn hetra er að mala kornið heima eftir hendinni, en kornkvarnir er hægt að fá með sumum hræri- * vélum. Ekki er ástæða til að leggja áherzlu á neina sérstaka fæðuteg- und í sambandi við háan blóðþrýsting. Þá er rétt að henda á það, sem helzt ber að varast. Vil eg þar fyrst af öllu telja venjulegan sykur, hvítt hveiti og aðra hvíta korn- eða mjölvöru. Neyzla þessara fæðutegunda er langsamlega alvarlegasti gallinn á mataræði menningarþjóðanna, í senn vegna þess hve ein- hæfar og efnasnauðar þær eru og af því ennfremur, að þar er að finna meginástæðuna fyrir offitu, sem er eitt af algengustu vandamálum al- mennings og stuðlar mjög að háum blóðþrýstingi. Þá er allskonar krydd, einkum matarsaltið, mjög varhugavert, ekki ► sízt í sambandi við háan blóðþrýsting. Það er algengur misskilningur, jafnvel meðal lækna, að líkaminn þurfi matarsalt — klórnatríum — umfram það, sem er í venjulegum matvælum. En saltþörf líkamans er ekki nema brot úr grannni á dag, og hvort sem menn lifa á jurtafæði eða blönduðu fæði, er naumast hægt að haga mataræðinu þannig, að saltþörfinni sé ekki fullnægt. Saltneyzla er vanaatriði, og auðvelt að venja sig af henni. Bezt er að forðast með öllu tóbak, kaffi og áfengi. Hreyfing og útivist er öllum nauðsynleg, svo og dagleg húðræsting, lofthöð og herðing húðarinnar með l)öðum í heitu og köldu vatni, og húðburstun. IIEILSUVF.RND

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.