Heilsuvernd - 01.06.1966, Qupperneq 22

Heilsuvernd - 01.06.1966, Qupperneq 22
A vlð ojí tlrelf Thalidomid-börn í Þýzkalandi Talið er, að í Þýzkalandi hafi fæðst nm 5000 börn vansköpuð af völdum thalid- omtdslyfsins, og af þeim eru um 2400 á lífi. Þýzka ríkið hefir veitt styrki til katipa á gervilimum á hörnin og auk [tess komið upp sérstökum hælum eða æfingastöðvum fyrir þau. (Reform-Rundschau, apríl 1966). Fegrunarlyf Fegrunarlyf koma Jtví aðeins að til- ætluðum notum, að fólk lifi skynsam- legu og heilbrigðu lífi. Nauðsynlegt er að fá nægan svefn með fullnægjandi hvíld og slökun, andlegri og líkamlegri, rnikla hreyfingu undir beru lofti og fjörefnaauðugt fæði. Forðast ber óhóf og munað í mat og drykk, og of mikið má af Jtví gera að vera í sterku sólskini. (Sandorama, 1966, 1). Banvæn salteitrun Arið 1962 veiktust 14 pelabörn al- varlega af matarsalti, sem hafði af mis- gáningi verið sett á pela þeirra í stað sykurs. Fimm börnin dóu, áður en upp- lýst varð, af hverju eitrunin stafaði, og sjötta barnið andaðist nokkru síðar. Krufning sýndi skemmdir í heila barn- anna, m. a. breytingar í háræðum og blæðingar í heilavef og undir heila- himnum. Hjá sumum börnunum, sem bjargað varð, komu fram áberandi truflanir frá miðtaugakerfi, sem lýstu sér m. a. í titringi á augnlokum og andlitsvöðvum. (Hippokrates). Brjóstgjöf vörn gegn krabbameini Það hefir lengi verið kunnugt, að meðal þjóða eða þjóðflokka, þar sem venja er að hafa börn lengi á brjósti, er brjóstakrabbi mjög sjaldgæfur. Það er ennfremur kunn staðreynd, að mæð- ur sem hafa börn á brjósti, fá síður brjóstakrabha en barnlausar konur eða mæður, sem leggja börn sín ekki á brjóst nema stuttan tíma eða alls ekki. Athugun, sem tveir kvensjúkdómalækn- ar við kvensjúkdómadeild í Hamborg gerðu nýlega á 425 konum með brjósta- krabba, leiddi í ljós, að mikill meiri hluti þeirra voru barnlausar eða höfðu ekki lagt böm sín á brjóst. (Reform-Rundschau). Hættan af pensilíni Pensilín, sem talið er meinlausast alla fúkalyfja, veldur ýmsum sjúkdóms- einkennum hjá milljónum manna og verður árlega 300 manns að bana í Bandaríkjunum. (Dr. Alfred Byrnes í „Sunday Times“). Breytt áhugamál Frá 15 til 35 ára aldurs hugsa karl- menn aðallega um ástina, frá 35 til 55 ára um starf sitt og eftir 55 ára aldur um meltingu sína. (Prófessor dr. Norbert Henning). 86 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.