Heilsuvernd - 01.06.1967, Blaðsíða 8

Heilsuvernd - 01.06.1967, Blaðsíða 8
Höfundur bókarinnar átti oft tal við eina lækninn í Húnzalandi, en það er ungur Pakistanbúi, menntaður í Englandi. Hann skýrði Tobe svo frá ,að sjúkdómar eins og gallsteinar, nýrnasteinar, kransæðasjúk- dómar, hár blóðþrýstingur Jokugallar í hjarta, skjaldkirtilsjúkdómar, geðsjúkdómar, krabbamein, mænuveiki, liðagigt og sykursýki væru með öllu óþekktir í Húnzalandi. Byggt hefir verið sjúkrahús með 10 rúmum, en þar eru sjaldan í einu nema einn til tveir sjúklingar. Þarna koma auðvitað fyrir slys, og nokkuð er um augnsjúkdóma, sem aðal- lega munu stafa frá reyk í íbúðarhúsum, en þau eru upphituð með eldi í opnum eldstæðum, og fær reykurinn útrás í þaki. Einnig ber dálítið á lungnasjúkdómum, sennilega af sömu ástæðu. A síðari árum er nokk- að farið að bóla á tannskemmdum, og er innflutningi sykurs um kennt. Einnig þekkjast iðraormasjúkdómar, blóðkreppusótt, hitasóttarsjúk- dómar og húðsjúkdómar. Landið er erfitt yfirferðar og mjög hrjóstrugt, þannig að öll ræktun er erfiðleikum bundin. í fjallahlíðum hafa verið gerðir stallar til að rækta á grænmeti, korn og fóður. Tilbúinn áburður þekkist ekki. Ml- ur húsdýraáburður er nýttur til hins ítrasta, sóttur út í haga, og allur úrgangur, sem orðið getur að gróðurmold, er notaður á akra og í garða. Jurtasjúkdómar þekkjast ekki, svo að varnarlyf þarf engin að nota. Fólkið er sívinnandi, alla daga vikunnar, myrkranna á milli, og allir eru glaðir og ánægðir. Höfundur bókarinnar telur upp eftirfarandi atriði, sem hann álítur vera skýringu á hinu einstæða heilsufari Húnzabúa: 1. Aðalfæða þjóðarinnar er ávextir, kornmatur og grænmeti. Korn- ið er malað eftir hendinni og notað ósigtað í brauð eða grauta. Kjöt er sjaldan borðað, aðallega við hátíðleg tækifæri. Mjólk er af skornum skammti. 2. Á tún, akra og garða er eingöngu notaður náttúrlegur áburður og allskonar úrgangur. 3. Flestir Húnzabúar stunda daglega útivinnu, þar á meðal konur og börn, jafnvel á helgidögum, og oftast allan daginn frá morgni til kvölds. Um kyrrsetustörf er vart að ræða. 4. Fituneyzla er mjög lítil, dálítið notað af smjöri og olíu, sem unnin er úr aprikósukjörnum. 5. Tilbúinn áburður þekkist ekkki, né heldur varnarefni gegn jurta- 72 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.