Heilsuvernd - 01.06.1967, Blaðsíða 13

Heilsuvernd - 01.06.1967, Blaðsíða 13
Heilbrigði verður ekki keypl fyrir peninga FullyrSingin í yfirskrift þessarar greinar kann að þykja hæpin. Aldrei hefir verið meira fé varið til lækninga en nú. Lyfjabúðir blómgast. Að- sókn að sjúkrahúsum og hælum eykst, og sjúku fólki fjölgar. Biðstofur lækna eru fullar, og sjúklingar þurfa að bíða þar klukkustundum sam- an. Þeir eiga heimtingu á ódýrri eða ókeypis læknishjálp og sjúkra- húsvist, því að þeir greiða til sjúkrasamlags síns iðgjöld, sem fara sí- hækkandi, af því að allur tilkostnaður eykst smámsaman, m. a. lyfja- kostnaður. Daglega fá læknar sýnishorn og auglýsingar um ný lyf frá lyfjaverksmiðjunum, en þær halda uppi mjög kostnaðarsamri tilrauna- starfsemi í þeim tilgangi að framleiða ný og betri Iyf, sem eru oft miklu dýrari en þau eldri, en ekki alltaf að sama skapi gagnlegri. Gömlu verkja- og svefnlyfin kosta ekki nema nokkrar krónur venjulegur skammtur, en mörg nýrri lyf, svo sem sum fúkalyf, cortisonlyf og hor- mónalyf, mörg hundruð krónur. Sumir sjúklingar þurfa að nota dýr lyf mánuðum og árum saman. Og þá eru margar læknisaðgerðir ó- hemju dýrar, og ýmis langvarandi meðferð innan eða utan sjúkrahúsa kostar mikið fé. Hluta af öllum þessum útgjöldum greiða sjúkrasamlög- in, ríki eða bæjarfélög. Sem betur fer bera þessar aðferðir oft árangur, svo sem í ýmsum sjúkdómum af völdum sýkla, sem hægt er að eyða með lvfjum. Á hinn bóginn eru margir sjúkdómar þess eðlis, að engin lyf né læknisaðgerðir fá úr þeim bætt. Dæmi þess er verksmiðjueigandi, 51 árs að aldri, sem kom til höfundar þessarar greinar og kvartaði um óþægindi fyrir hjarta, mæði og svefnleysi. Hann var of feitur, hafði háan blóðþrýsting, og aðrar rannsóknir sýndu, að starfsemi hjarta og lungna var mjög ábóta- vant. En matarlystin var góð, hann var þorstlátur og slökkti þorstann með áfengum drykkjum. Og hann var kominn með sykursýki. Hann hafði lengi reykt, allt að 30 til 40 sígarettur á dag. En af ótta við krans- æðastíflu hafði hann dregið verulega úr reykingum. Hann hafði aldrei tekið sér frí í 15 ár, sunnudaga hafði hann einnig unnið. Hann hafði HEILSUVERND 77

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.