Heilsuvernd - 01.06.1967, Blaðsíða 11

Heilsuvernd - 01.06.1967, Blaðsíða 11
Lifrin Lifrin er stærsti kirtill mannslíkamans, vegur um lþh kg í fullorðnum manni. Hún er mikil völundarsmíS, sannkallaS furSuverk, sem gegnir mjög fjölþættu hiutverki í efnabúskap líkamans ,og er þaS ekki nema aS nokkru leyti þekkt. Gegnum lifrina fer meginiS af blóSinu frá maga og þörmum, milti, brisi og gallblöSru. BlóS þetta er hlaSiS næringarefnum frá meltingar- veginum, en einnig eru í því allskonar skaSleg efni, sem ýmist komast inn í meltingarveginn utan frá eSa myndast þar. BlóSiS frá öllum þess- um líffærum safnast saman í einn stóran farveg, portæSina, sem veitir því inn í lifrina í tveimur kvíslum. RennsliS allt er taliS nema 1200 lítrum á sólarhring. Auk þess tekur lifrin viS fersku slagæSablóSi frá hjartanu. Alls nemur blóSrennsliS gegnum lifrina um l1/^ lítra á mín- útu eSa um 2000 lítrum á sólarhring, og koma um tveir þriSju þess um portæSina. Lifrin vinnur á ýmsan hátt úr þeim næringarefnum, sem portæSin flytur frá meltingarveginum. Nokkrum hluta sykursins breytir hún í svokallaS glykogen, og geymist þaS sem orkuforSi, unz líkaminn þarf á því aS halda; þá breytir lifrin því aftur í sykur, sem hún sendir út í blóSrásina. Ur fitu og eggjahvítu getur lifrin einnig unniS glykogen og sykur. SkaSleg efni, sem berast meS portæSablóSi lil lifrarinnar, tekur hún einnig til meSferSar og kemur í veg fyrir, aS þau berist áfram til hjart- ans og út um líkamann. Hún gerir þau óskaSleg meS því aS brjóta þau niSur eSa tengja þau öSrum efnum og sendir sum þeirra meS gallinu niSur í þarma, og þaSan er þeim ællaS aS fara meS hægSum út úr lík- amanum. I lifrinni myndast galiiS, sem m. a. er nauSsynlegt til melt- ingar fituefna í þörmum. Lifrin tekur þátt í niSurbroti rauSra blóS- korna, en ævi þeirra er um bundraS dagar. JárniS úr blóSkornunum sendir lifrin aftur út í blóSrásina, og þaSan fer þaS inn í beinmerginn, þar sem ný rauS blóSkorn eru sífellt aS myndast; en önnur niSurbrots- HEILSUVERND 75

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.