Heilsuvernd - 01.06.1967, Blaðsíða 6

Heilsuvernd - 01.06.1967, Blaðsíða 6
BJORN L. JONSSON LÆKNIR Frá Húnzalandi Norður af Indlandsskaga, í mesta fjallalandi heims, búa margir þjóð- flokkar, næsta ólíkir að uppruna. Sumir þeirra eru kunnir fyrir frábær- lega góða heilsu og sjúkdómaleysi, sem nú þekkist varla meðal ann- arra þjóða og stingur sérstaklega í stúf við bágborið heilsufar vest- rænna þjóða. Meðal þessara þjóðflokka eru Húnzabúar, sem búa í um 4 þúsund metra hæð yfir sjó og draga nafn sitt af Húnzaá, en hún fellur í fljót- ið Indus. Kunnir læknar og ferðalangar hafa ritað um þennan þjóðflokk, og hefir þeim orðið tiðrætt um heilsufar hans og líkamlegt atgervi. Þeirra á meðal er enskur læknir og vísindamaður, Sir Robert McCarrison, sem starfaði árum saman sem læknir í N-Indlandi. Hann gat sér þess til, að þjóðir þessar ættu sjúkdómaleysi sitt viðurværi og öðrum heilnæm- um lifnaðarháttum að þakka og færði sönnur á þá tilgátu með fóðrun- artilraunum á dýrum, og voru þær kostaðar af Rockefellerstofnuninni heimskunnu. Frá þessu hefir áður verið skýrt hér í ritinu og ennfremur í bókinni Matarœði og heilsufar, sem NLFl gaf út árið 1950, en bókin er eftir McCarrison og þýdd með leyfi hans. Heyrzt hefir, að sögurnar af heilsufari Húnzamanna hafi löngum verið nokkuð ýktar, og á síðari árum á að vera farið að kveða nokkuð að venjulegum menningarsjúkdómum meðal þeirra. Hefir það verið sett í samband við erlend áhrif og breytta lifnaðarhætti, eins og ótal dæmi eru um hjá öðrum frumstæðum þjóðum. Fyrir stuttu barst mér í hendur bók eftir kunnan ferðalang og rit- höfund kanadiskan, John H. Tobe að nafni. Segir hann þar frá för sinni til Húnzalands árið 1959, dvöl sinni þar og kynnum af landi og þjóð. Húnzar heyrðu áður undir Indland, en frá árinu 1947 tilheyra þeir Pakistan, og liggur land þeirra nyrst í Pakistan, skammt frá landamær- umKína (Tíbets). 70 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.