Heilsuvernd - 01.06.1967, Blaðsíða 14

Heilsuvernd - 01.06.1967, Blaðsíða 14
vanrækt heimili sitt og fjölskyldu, og út af því höfðu spunnizt alvarleg hjúskaparvandræði. Hann sagSi: „Eg skal fara í sjúkrahús, mér er sama, hvaS þaS kostar. En má eg þá ganga út frá því, aS eg verSi orS- inn frískur eftir svo sem fjórar vikur og megi þá vinna og borSa eins og áSur?“ Spurningin sýndi, hve gjörsneyddur maSurinn var skilningi á eSli sjúkdóma og heilbrigSi, sem hann hugSist geta keypt fyrir peninga meS nokkurra daga sjúkrahúsvist. Þegar honum var sagt, aS sykur- sýkina gæti hann aldrei losnaS viS, aS hann yrSi til æviloka aS gæta hófs í mataræSi og helga heilsunni einhverja stund daglega í hugsun og verki, kvaSst hann heldur vilja láta skeika aS sköpuSu en leggja þaS á sig. Hann trúSi í blindni á mátt læknisaSgerSa og lyfj a, hélt aS meS nokkrum dropum eSa pillum á dag gæti hann bægt frá sér sjúkdómum og gat ekki til þess hugsaS aS þurfa aS iSka göngur daglega, spara viS sig mat, neita sér um áfengi og önnur nautnalyf og stytta vinnudaginn. Hann fékk ekki skiliS, aS ekki væri hægt aS kaupa heilsuna fyrir pen- inga. (Úldráttur úr grein eftir dr. med. H. Reinstein í Kneipp-Blátter, jan. 1967). Gctnaðarvariiatöflsir valda freknum I læknablaSi gefnu út í Astralíu er því haldiS fram af lækni, aS hinar nýju getnaSarvamatöflur geti valdiS einskonar freknum, áþekkum þeim, sem konur fá stundum um meSgöngutímann. Af 47 konum, sem læknirinn sá á einu ári meS slíkar freknur, höfSu 39 notaS töflurnar — en engin þeirra var barnshafandi. Nánari athugun leiddi í ljós, aS þeim mun lengur sem konur nota töflurnar, þeim mun fleiri fá freknur. Af 74 konum, sem höfSu notaS töflurnar aS staSaldri árlangt, voru 4% komnar meS freknur, en af 32 konum voru 22% komnar meS freknur eftir fjögurra ára stöSuga notkun. Athugunin benti ennfremur til þess, aS freknurnar standi í sambandi viS magn progesterons í töflunum, en progesteron er eitt af þeim hormónum, sem eggjastokkarnir framleiSa. Þannig fengu um helmingi fleiri konur freknur af notkun „anovlars“ en „gynovlars“, en í fyrri töflunum er um hálfu meira progesteron en í jieim síSarnefndu. .. 1 I I he Practitioner, jan. 1967). 7B HEJLSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.