Heilsuvernd - 01.06.1967, Blaðsíða 20

Heilsuvernd - 01.06.1967, Blaðsíða 20
Aðalfiindur Ml'It Aðalfundur Náttúrulækningafélags Reykjavíkur var haldinn í matstofu félagsins í Hótel Skjaldbreið miðvikudaginn 10. maí og hófst kl. 21. Formaður félagsins, Njáll Þórarinsson stórkaupmaður, tilnefndi sem fundarstjóra Klemens Þórleifsson kennara og flutti síðan skýrslu stjórn- arinnar og las reikninga í fjarveru gjaldkera. Árni Ásbjarnarson for- stjóri las reikninga matstofunnar og skýrði frá rekstri hennar, sem hefir ekki gengið eins vel og æskilegt hefði verið, en margt benti til þess, að breyting til bóta væri í aðsigi. Umræður urðu miklar um skýrslu stjórn- arinnar og önnur félagsmál, og að þeim loknum voru reikningarnir samþykktir. Ur stjórn áttu að ganga Njáll Þórarinsson og Böðvar Pétursson. Gáfu þeir ekki kost á sér til endurkosningar, og voru í stað þeirra kosnir til tveggja ára Guðmundur Erlendsson löggiltur endurskoðandi og Valgeir Magnússon verkamaður. í stjórn eru auk þeirra Anna Matthíasdóttir símastúlka, Björn L. Jónsson læknir og Helga Vigfúsdóttir hjúkrunar- kona. 1 varastjórn voru kosnar Bryndís Steinþórsdóttir húsmæðrakenn- ari, frú Gunnhildur Ryel og frú Steinunn Magnúsdóttir. Endurskoðend- ur voru kosnir Björn Kristjánsson stórkaupmaður, Marinó Stefánsson kennari og Njáll Þórarinsson stórkaupmaður til vara. Félagsgjöld voru ákveðin 100 krónur og ævifélagsgjöld 1000 krónur. Að fundinum loknum voru bornar fram veitingar. Anna Matthíasdóttir. Vcrkaskipting stjórnar Mi’Il Á fyrsta fundi sínum skipti stjórn NLFR þannig með sér störfum: Anna Matthíasdóttir formaður, Björn L. Jónsson varaformaður, Guðmundur Erlendsson ritari, Helga Vigfúsdóttir gjaldkeri, Valgeir Magnússon vararitari. 84 IIEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.