Heilsuvernd - 01.06.1967, Blaðsíða 19

Heilsuvernd - 01.06.1967, Blaðsíða 19
Varnir gegn tannátu Áhrifaríkustu varnir gegn tannátu eru í því fólgnar að' breyta matar- háttum fólks. Svartsýnir menn telja næsta litlar líkur fyrir því, að' unnt sé aS koma slíkum breytingum á. En hin gífurlega aukning, sem orðiS hefir á neyzlu sykurs og kolvetna síðustu fimmtíu árin, sýnir, að matar- venjur almennings þurfa ekki langan tíma til að breytast verulega. ÞaS er engin von til þess aS geta stöSvaS tannátu, ef ekki er hægt aS draga verulega úr neyzlu hinna hreinsuSu kolvetna (þ. e. hvítt hveiti, sykur o. s. frv.) og sér í lagi hinu sífellda áti og japli á kökum, kexi og alls- konar sætindum milli máltíSa. Almennan áróSur í þessa átt hefSi þurft aS hefja fyrir löngu. En skilyrSi fyrir því, aS slíkur áróSur beri tilætlaSan árangur, er aS læknastéttin leggi honum liS. (Úr grein eftir dr. med. A. S. Prophet, prófessor í tannlækningum við háskólann í London. The Practitioner, okt. 1966). Lyf tefja fyrir bata í inflúensn Tveir amerískir barnalæknar viS háskólann í Chicago hafa gert saman- burS á árangri mismunandi meSferSar á inflúensu í börnum. Af börn- unum, sem öll höfSu einkenni, er líktust inflúensu, fengu 55 jurtaseySi (lindblómste) og í mesta lagi 1—2 aspiríntöflur, 37 börn fengu sömu meSferS, en aS auki súlfalyf, en 67 börn fengu aSeins fúkalyf. Árang- urinn varS sá, aS börnin, sem aSeins var gefiS jurtaseySiS, voru fljót- ust aS ná sér og fengu sjaldnar fylgikvilla, svo sem eyrnabólgu, en hin hörnin, sem fengu súlfa eSa fúkalyf. Læknarnir sannfærSust um, aS sjúklingar, bæSi börn og fullorSnir, meS venjuleg inflúensueinkenni, eigi ekki aS fá þessi ofangreindu lyf, nema ef einhverjir sérstakir fylgikvillar koma fram. Þá, en fyrr ekki, eigi aS grípa til slíkra lyfja. Lfm þetta virSast allir sammála, sem um þessi efni skrifa nú í læknarit, og gildir þetta einnig um venjulega kvefsjúkdóma. (Heimild: Vegetarianen, 1966, 10). IEII.SUVERND 83

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.