Heilsuvernd - 01.12.1971, Side 5
inn, bæði með Ijósi og heil—
næmri fæðu og öðrum heil-
næmum lifnaðarháttum. Þá
fyrst er sigurs von.2)
MATUR ER MANNS MEG-
IN. Náttúran byggir úr því
efni, sem henni er í hendur
fengið, sterkan, stœltan og
fagran likama, eða veikan,
linan líkama með mörgum
lýtum og göllum, eftir því
hvemig efniviðurinn er. Strax
í móðurlífi ræður fæðan
mestu um það, hvort tauga-
kerfi, bein, vöðvar og mélt-
ingarfæri hins ófædda barns
verða hraust eða veik, vel eða
illa byggð líffæri.
Ef þetta byggingarstarf
náttúrunnar, sköpun hrausts
og fagurs mannslíkama, á að
tákast i bezta lagi, svo að
hann verði tilválinn og sam-
boðinn bústaður hrausts og
mikils anda, verður efniviður-
inn, maturinn, fyrst og fremst
að vera hentugur, rétt sam-
settur og lifandi úr verk-
smiðju sólarljóssins, gæddur
þeim efnum og eiginleikum,
sem náttúran, móðir vor, hef-
ir ætlazt til, að likaminn
skyldi úr byggjast. Vísindin
komast áldrei fram hjá þessu
lögmáli án áreksturs.
Til að byggja upp liraustan
líkama útheimtast ennfremur
heilbrigðar og góðar erfðir,
réttir lifnaðarhœttir og aðbúð
í samræmi við sköpunarlög-
mál alheims. Á þessu byggist
öll framþróun i heiminum.
(BERKLAVEIKIN OG MAT-
ARÆÐEÐ. Eimreiðin 1936.
Nýjar leiðir, 2. rit NL.FÍ 1942)
1) Þetta er ritað, áður en hin nýju berklalyf komu til sögunnar. Bistj.
2) Berklasmitanir þær, sem upp komu nýlega frá erlendum smitbera i
Reykjavík, benda ekki í þá átt, að þessu marki sé náð. Bistj.
Tannskemmdir og sætindi
Rannsóknir hafa sýnt, að sætindi og önnur kolvetni eiga sök á
tannátu. Kemur þar til greina bæði hve mikið er borðað og hve
oft, og ennfremur í hvaða mynd kolvetnin eru. Verst er allt venju-
legt tilbúið sælgæti, sætir drykkir og kökur og brauð úr hvítu hveiti.
(The Practitioner)
HEILSUVERND
165